Glannaleg yfirlýsing Jóns Ásgeirs


   Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram að Þórólfur Matthíasson
hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að gengi bréfa í ís-
lenzkum fjármálastofnunum, lækki við opnun hlutabréfamark-
aða á morgun, vegna orða stjórnarformanns Baugs í fjölmiðlum
um helgina. Þar telur stjórnaðformaðurinn, Jón Ásgeir Jóhannes-
son hátt skuldatryggingaálag endurspegla álit manna að bank-
arnir eigi í stórkostlegum vandræðum, séu jafnvel að verða gjald-
þrota.

   Hér er um mjög glannalega yfirlýsingu að ræða og í senn mjög
óábyrga af Jóni Ásgeiri, því eins og Þórólfur segir mun viðbúið
að sagt verði frá þessu í erlendum fjölmiðlum. Ekki er þetta til
að bæta ástandið. En Þórólfur  segir það  greinilegt  mat Seðla-
bankans að ástandið sé alls ekki jafn slæmt og Jón Ásgeir virðist
það vera. Þvert á móti.

   Því má spyrja hvað gangi Jóni Ásgeiri til? Því hann er enginn
venjulegur Jón í íslenzku viðskiptalífi og  orð hans vega þungt,
ekki síst á erlendum viðskiptamarkaði. Ef hlutabréfamarkaðurinn
á morgun fellur fyrir orða Jóns, og kannski ennþá meira næstu
daga, eiga hluthafar þá að senda honum reikninginn? Allla vega
er ekki á bætandi þar á bæ þessa daga.

   Hef ætið haft mikið álit á Jóni Ásgeiri í viðskiptaheiminum. En
eftir slíka glannalegu yfirlýsingu og hér hefur verið nefnd hefur
það dofnað mjög. - Ekki síst eftir að við það bætist sú skoðun
Jóns að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, og afsala
sér með því mikilvægu fullveldi og sjálfstæði.

  Kannski er þessi glannalega og óábyrga yfirlýsing Jóns Ásgeirs  
einn liðurinn í því að flýta fyrir því að þau áform hans gangi upp ?

  Þá er hann að misreikna sig herfilega!  Eins og stundum áður !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála: Einhver galgopalegasta yfirlýsing um efnahagsmál sem ég hef séð.

Eiginlega óskiljanleg miðað við hvað sem er.

Árni Gunnarsson, 17.2.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski veit hann eitthvað sem við vitum ekki? Held að hann sé það klár að hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum orða sinna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.2.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þótt Jón Ásgeir viti kannski eitthvað sem aðrar vita ekki
eins og allflestir í viðskiptum á hann að þaga yfir því ef það gæti
stórskaðað og gert illt mun verra á fjármálamörkuðum í dag.
Held að þarna hafa Jón farið langt yfir stríkið og sjái eftir þessum
vanhugsum orðum. Það bara segir sig sjálft, eins og fjármálamarkaðurinn er viðkvæmur í dag........ Veit að viðskiptaráðherra er ekki skemmt! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.2.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var bara að velta fyrir mér hvort að þarna væri eitthvað plott í gangi. Þarna fer jú maður sem á stóran hluta í einum banka sem var hluti af stóru plotti þegar ríkið gaf þá til útvaldra manna fyrir sára lítið fé.

  • Kannski er hann að ýta á eftir þvi að við göngum í ESB með því að tala niður markaðinn í dag?
  • Kannski er hann að verðfella einhver fjármálafyrirtæki sem hann vill eignast?

Held að hann hefði ekki ítrekað tjáð sig nú fyrir og um helgin um þessi mál. Það hefur væntanlega verið haft samband við hann frá öðrum fyrirtækjum í bransanum og hann beðinn að taka orð sín til baka. Og ekki græðir hann á því ef þetta verður til að lækka umtalsvert veðmæti hans í fyrirtækjum hérlendis.

Held að maður sem á hundruði milljarða í eignum hér á landi láti svona út úr sér nema að vel athuguðu máli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.2.2008 kl. 17:55

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem betur fer hefur Jón Ágeir séð að sér og gaf yfirlýsingu síðdegis um að hann meinti ekki sem hann sagði í gær. Spurning hvort skaðinn sé samt skeður. Kemur í ljós á morgun.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.2.2008 kl. 19:48

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já ég sá það! Alveg furðulegt ef að maður sem á svo mikið undir að hlutabréf haldi verði sínu tali svo óskýrt að svona misskilningur komist af stað

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.2.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband