Kósóvó ógnar friði í Evrópu


    Sjálfstæðisyfirlýsing Kósóvó er marklaus, og í raun ógn
við frið í Evrópu. Alveg með ólíkindum að ESB og NATO láti
þetta gerast. Sjálfsagt fyrir  atbeina Bandaríkjastjórnar
sem aldrei hefur skilið vandamál Balkanskaga.

   Serbar hafa eðlilega mótmælt harðlega yfirlýsingunni og
Rússar einnig, og hætt er við að allt fari í bál og brand á
þessu svæði aftur. Kósóvó er óaðskiljanlegur hluti Serbíu,
og að aðskilja Kósóvó Serbíu nú í óþökk Serba er ávísun á
meiriháttar glundroða í álfunni.  Hverjir koma næstir?

   Ekki kemur til greina að við Íslendingar styðjum slíkt
 frumhlaup. - Viðurkenning Íslands á Kósóvó á því ekki
að koma til greina !Íslenzk stjórnvöld eiga að gefa þá
yfirlýsingu strax! 

   


mbl.is Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Frábært hjá þér Guðmundur. Ekki eru margir sammála þér, því þekking á Kósóvo deilu er mjög takmarkaður.

Var að að skrífa á blöginu hér hvernig væri ef útlendingur hefði stofnað sjálfstæði sem alt annað ríkið Reykjanes, sem dæmi má segja.

kv: Andrés

Andrés.si, 18.2.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband