Íslamistaplága líka í Noregi
21.2.2008 | 00:29
Skv frétt RÚV í kvöld varar norska leyniþjónustan við
hryðjuverkum öfgasinnaðra íslamista í Noregi. Af ótta
við hryðjuverk verður gatan sem flest ráðuneytin standa
við í miðborg Ósló girt af. Norska leyniþjónustan varar
við aukinni öfgahyggju íslamista. Borgarstjórn Ósló sagði
í fyrstu nei við kröfum um lokun hennar en hefur nú látið
undan rökum lögreglu og hryðjuverkasérfræðinga sem
segja hægan leik að aka bíl, hlöðum sprengiefni, inn í
ráðuneytin í götunni. Götunni verður því lokað allri umferð.
Eigendur eigna í miðbæ Óslóar hafa lengi barist gegn því
sem er að verða að veruleika. Þeir óttast að þetta sé
aðeins fyrsta skrefið og að mun fleiri götum verði lokað
af ótta við hryðjuverk öfgasinnaðra íslamista.
Þetta er að verða alvarlegt umhugsunarefni. Höfum síð-
ustu daga verið vitni af öfgasinnuðum íslamistum með
stuðningi stjórnleysingja og vinstrisinnaðra róttæklinga
berja, bramla og brenna eigur saklausra borgara í Dan-
merku. Og nú koma fréttir frá Noregi að norsk ráðuneyti
eru talin í stórhættu fyrir þessum sömu íslömskum öfga-
hópum.
Fer þetta nú ekki að verða nóg komið? Fara þeir m.a
hér á landi sem reynt hafa að verja skrílslætin í Danmörku
ekki að hugsa sinn gang?
Liggja staðreyndirnar nú ekki fyrir ? Og viðbrögðin sem
þarf að taka í framhaldi af því?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það er óskemmtilegt andrúmsloft sem nágrannaþjóðir okkar standa frammi fyrir.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.2.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.