ESB-sinnar geta ekki svarað grundvallaspurningunni


    Hallur Magnússon og f.l ESB-sinnar fara mikinn hér á
blogginu um að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. En
þrátt fyrir ítekaðar tilraunir til að fá svar frá þeim við þeirri
grundvallaspurningu hvernig þeir ætla að tryggja YFIRRÁÐ
Íslendinga yfir sinni helstu auðlind, fiskimiðunum umhverfis
Ísland, við inngöngu í ESB, er vægast sagt fátt um svör. Í
raun ENGIN SVÖR!

    Í dag  er íslenzkur sjávarútvegur ALFARIÐ undanskilin
EES-samningnum. Á þeim grundvelli getum við varist  því
að erlendir aðilar fjárfesti í íslenzkum útgerðum og komist
þannig yfir hinn FRAMSELJALEGA KVÓTA á Íslandsmiðum.
Þannig hefur t.d á Bretlandseyjum kvótinn verið meir og
minna keyptur upp af útlendingum, sbr. svokallaða kvóta-
hopp milli landa innan ESB. Þannig er breskur sjávarútveg-
ur nánast rjúkandi rúst í dag. Nákvæmlega það sama myndi
gerast á Íslandi við inngöngu í ESB. Hinn framseljanlegi
kvóti á Íslandsmiðum myndi í raun fara á ERLENDAN UPP-
BOÐSMARKAÐ.. Rómarsáttmálinn legði blátt bann við því  
að einhverjar hömlur yrðu settar á  þegna ESB að fjárfesta
í íslenzkum útgerðum og þeim kvóta sem þær hafa yfir að
ráða. Þannig myndi kvótinn smátt og smátt seljast úr landi
og virðisaukinn með.  Er það þetta sem ESB-sinnar vilja?
Ef ekki, komi þeir þá með HALDBÆR rök fyrir því.

  Allt tal ESB-sinna að við gætum samið um svo og svo mikil
yfirráð yfir fiskveðistjórninni komi til aðildar að ESB er bara
bla bla bla út í loftið.  Yfir hverju á að hafa stjórn þegar
fiskistofnanir eru komnir meir og minna í ERLENDA EIGU ?

   Jú, kannski að mæla hafstrauma og hafsöldur.........

   Já og hitastig sjávar........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Orð í tíma töluð Guðmundur.

Helstu talsmenn Evrópusambandsaðildar hafa afar margir aldrei látið sig fiskveiðimál nokkru varða í ræðu eða riti, aldrei. og því aldrei kynnt sér nákvæmlega þau atriði er snúa að þessu veigamesta máli þjóðarinnar i raun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.2.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Orð í tíma töluð? Kvótahopp var bannað fyrir 10 árum síðan, þannig að þessi rök eru úreld. Við munum ein sitja að fiskveiðiauðlindinni þegar við göngum í ESB, rétt eins og nú. Þetta má lesa í skýrslu forsætisráðherra um Evrópusambandið síðan á síðasta ári, og er tekið vel saman í ályktun Ágústar og Össurar sem má finna hér; http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/267840/

.

Það skiptir engu hver á fyrirtækin á Íslandi, þau eru nefnilega samt ennþá á Íslandi og eru að mynda auð þar. Fólk má vel nota Sósíalísk og Þjóðrembings-rök um að eignarhald útlendinga á fyrirtækjum á Íslandi sé vondur hlutur, en hagfræðilega mun það aldrei teljast vera rétt, og mun aldrei vera samþykkt af Sjálfstæðisflokknum sem styður frjálsan markað - nema þá af íhaldsarminum sem hefur lítil völd.

.

Þér er velkomið að spyrja mig að fleiru ef það er eitthvað óljóst, en kvótahopp hefur verið bannað síðan á síðustu öld, þannig að það mun ekki fara fyrir okkur eins og Bretum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 27.2.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jónas. Alveg dæmigert bull ykkar ESB-sinna. Kvótahópp svokallaða
grasserar að fullu innan ESB í dag og síðast fyrir nokkrum mánuðum
voru fulltrúar úr skoskum sjávarútvegi að hrópa á hjálp, þ.á.m til
íslenzka sjávarútvegsráðherrans að koma þeim til hjálpar til að koma vitinu fyrir þá í Brussel.

Jónas. Þú ert ekki að átta þig á hvernig þetta fer fram. Ef við gengum í ESB þá  gæfist t.d spanskri útgerð tækifæri á að eignast
meirihluta hlutabréfa í íslenzkri útgerð. Þar með kvóta hennar.
Þar sem laun eru mun lægri á Spáni en Íslandi myndi hinn nýji
eigandi láta skipin sigla með aflann beint af Íslandsmiðum til
Spánar. Virðisaukinn hyrfi úr landi. Þessir spönsku eigendur hefðu
þannig komist yfir veiðiréttin gegnum þetta útgerðarfyrirtæki á
Íslandi. EKKERT GETUR BANNAÐ slíkt skv Rómarsáttmálanum.
Þannig fer þetta kvótahopp fram. Það er því mesti miskilningur hjá
þér að kvótahoppið sé bannað. Það er EKKI hægt, því fjárfest-
ingar í sjávarútvegi lúta SÖMU REGLUM og fjárfestingar í öðrum
atvinnugreinum innan ESB. En af því Ísland er EKKI í ESB og
af því að íslenzkur  sjávarútvegur er UTAN EES getum við komið í
veg fyrir þetta illræmda kvótahopp. Er þetta ekki skilið?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.2.2008 kl. 09:45

4 identicon

Af hverju er ekki í lagi að erlendir aðilar fjárfesti í íslenskum útgerðum?

Má þetta bara virka í aðra áttina? Þ.e. að íslenskir aðilar kaupi sig inn hjá útgerðum annarstaðar. 

Andri Valur (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:48

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Innan ESB eru nú lög sem segja að sjávarútvegsfyrirtæki sem fá úthlutaðan kvóta þurfa að hafa bein efnahagsleg tengsl við það svæði sem reiðir sig á veiðarnar, og sú regla ESB kemur í veg fyrir kvótahopp (Kerrmálið nr. 287/81 og Jaderowmálið nr. C-216/87). Þannig mun kvóti ekki færast frá þeim svæðum sem reiða sig á fiskveiðarnar, þar sem það væri bannað. Auk þess hefur kvótahoppið verið að eiga sér stað meðal landa sem eru ekki með stóra staðbundna stofna eins og við Íslendingar, heldur hjá þeim sem deila auðlindinni sinni með öðrum - eins og t.d. Bretar og Spánverjar gera. Það er auðvelt fyrir okkur Íslendinga að sýna fram á að þetta séu okkar þjóðarhagsmunir og stærsta auðlind, og beðið um skýrari ákvæði í aðildarsamningum okkar. Malta fékk undanþágu fyrir sinn sjávarútveg, og Noregur fékk tímabundnar undanþágur í sínum aðildarsamningi, og þar sem Ísland hefur mun stærri hagsmuni að gæta en þau lönd, þá getum við gulltryggt þetta þar til að enginn þurfi að óttast.

.

Fjárfestingar í Sjávarútvegi lúta sömu reglum og annað í ESB, en fiskveiðistefnan geri það að vissu leiti ekki - því þar er horft til hagsmuna þeirra landa sem eiga veiðiréttindin og til byggðarsjónamiða. Við myndum örugglega eiga gott samstarf um Sjávarútveg innan ESB, og með okkar reynslu og áhuga þá er ekkert skrítið að Skotarnir vilja fá okkur inn í ESB til að hjálpa þeim að gera reglurnar betri.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 27.2.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jónas Tryggvi. Sjávarútvegsfyrirtæki sem væri t.d í meirihlutaeigu
Spánverja en væri lögskráð á Íslandi gæti talist hafa bein tengsl við
landið. En í RAUNVERULEIKANUM gætu Spánverjar látið skip þess
sigla með aflann beint af Íslndsmiðum til vinnslu á Spáni. Ótal
leiðir eru til að fara í kringum slíkt. Og með Skotana sem eru hluti
af breska heimsveldinu sem er hluti af ESB. Ef Skotar geta ekki
haft áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB gegnum breska heimsveldið þá
getur þú rétt ímyndað þér hvað litla Ísland hefði mikil árhrif. ENGINN.
Bretar hafa misst stórs hluta sins kvóta yfir til annara landa s.s
Portugals og Spánar. Enda breskur Sjávarútvegur nánast   í
rúst og helstu sjávvarbæir þeirra í eymd og volæði. Þú ættir að
fara til Bretlands og kynna þér þessi mál þar milliliðalaust. Eftir
það myndir þú snarlega skipta um skoðun varðandi ESB-aðild
Íslands. Því trúi að þú sért bæði skynsamur maður og viljir landi
þínu og þjóð vel...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.2.2008 kl. 08:31

7 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Í raunveruleikanum gætu spánverjar ekki siglt með aflann eitthvað annað, því við getum sett lög um að kvótinn sem við úthlutum skuli vera landað á Íslandi, og að áhöfn bátana verði að vera að mestu Íslensk - semsagt nánari útfærslur á efnahagslegum tenglsum einsog Evrópusambandið leyfir. Við getum líka samið um það ef við viljum útfæra þetta öðruvísi - til þess nákvæmlega eru aðildarsamningarnir eins og Malta og Noregur hafa sýnt okkur. Finnland samdi t.d. sér um Landbúnaðarstefnuna og fékk í gegn ákvæði sem mun nýtast okkur, það er mjög líklegt að sama muni gerast hjá okkur og það muni nýtast Noregi eða öfugt.

.

Auðvitað vil ég landi mínu og þjóð vel - það er það eina sem ég vil. Mér er alveg sama um einhverjar Evrópu-hugsjónir, fyrir mér er þetta bara stórt praktískt atriði; Við getum gengið í ESB og lækkað þannig matarverð, vexti á lánum og komið á stöðuleika í efnahagslífinu. Þetta er mjög þægileg leið til þess að laga helstu galla Íslands, og þess vegna er ég svona hlynntur þessu. Úlfar Hauksson sýndi fram á það í riti sinu 'Gert út frá Brussel?' að við munum ein sitja að fiskveiðiauðlindinni okkar, og að við getum komið í veg fyrir kvótahopp með einföldum aðgerðum - eða þess vegna komið algjörlega í veg fyrir það í aðildarsamningum. Þetta má einning lesa um í bók Samfylkingarinnar um Evrópusambandið, eða skýrslu forsætisráðherra um Evrópusambandið síðan í fyrra. Það er bara ljóst; fiskveiðarnar eru ekki vandamál fyrir okkur þegar við göngum í ESB. Þeir sem eru á móti aðild verða bara að finna eitthvað annað.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.2.2008 kl. 09:18

8 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Með Bretland og kvótahopp; "Eftir 1983, þegar sjávarútvegsstefna ESB tók á sig þá mynd sem hún hefur í dag, þurftu Spánverjar að kaupa skip sem áður voru í eigu Breta. Flest þessara skipa lágu bundin við bryggju, með veiðileyfi, og eigendur þeirra úreltu þau ekki vegna þess að breska stjórnin neitaði að taka þátt í kostnaði því fylgjandi. Má því segja að „kvótahoppsvandi“ Breta hafi að hluta til verið heimatilbúinn. Það hefur hins vegar löngum þótt þægileg undankomuleið að kenna öðrum um órækt í eigin garði. Þannig hafa Bretar kennt Spánverjum um nánast allt sem miður hefur farið í breskum sjávarútvegi og sakað þá um að virða ekki leikreglur. Í skýrslu, sem unnin var af þingnefnd neðri deildar breska þingsins, kemur fram að þessar ásakanir séu ekki á rökum reistar heldur sé um að ræða reyfarakenndan sálfræðihernað af hálfu Breta. Í skýrslu um „kvótahopp“ sem unnin var við háskólann í Portsmouth kemur fram að öllum breskum skipum sé heimilt að sigla með afla. Árið 1996 var um 30 prósentum af kvóta Breta landað erlendis. Uppistaðan kom frá skipum sem ekki eru „kvótahopparar“ og einungis 3,5 prósentum var landað á Spáni! Það er því augljóst að „kvótahoppið“ er ekki ástæða þess að fiski er landað utan Bretlands. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að „kvótahoppið“ sé ekki efnahagslegt vandamál heldur sé um pólitískan og þjóðernislegan áróður að ræða."

.

Meira á; http://www.evropa.is/news.asp?ID=553&type=one&news_id=238&menuid=

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.2.2008 kl. 09:23

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jónas Tryggvi. Á Íslandi er FRAMSELJANLEGUR KVÓTI. Við inngöngu
í ESB yrði þessi kvóti í raun kominn á OPINN markað innan ESB.
Við inngöngu í ESB geta ALLIR þegnar ESB keypt hlut í íslenzkri
útgerð. Þar með kvótann. Geta svo ráðstafað honum að vild. Engar
hömlur má setja á atvinnustarfsemi innan ESB varðandi þjóðerni.
Þannig að fiskiðmiðin yrðu í reynd GALOPINN við inngömgu í ESB.
Hvað segja Pólverjar? Þeir kvarta og kveina undan fiskveiðistjórn
ESB og kvótahoppi. Þetta eru bara blákaldar staðreyndir sem ekki
er hægt að rekja.  Enda eru fiskveiðar einhver AFGANGSSTÆRÐ innan ESB. Á Íslandi hafa fiskveiðar verið okkar FJÖREGG þótt ál
og fl sé að koma sterkt inn í dag. Þess vegna er vægi sjávarútvegs-
ins innan ESB afar litill, og stjórnun og regluverk hans eftir því.
Það er því GJÖRSAMLEGA ósættanlegt að við Íslendingar færum
að færa útlendingum þessa dýrmætu auðlind nánast á silfurfati.
Kemur ALDREI til greina.

Við inngöngu í ESB þurfum við að borga tugi milljarða í sukksjóði
ESB umfram það sem við fengum. Lækkun vaxta og lækkun mat-
vöruverðs er ALFARIÐ pólitísk ákvörðun íslenzkra stjórnvalda á
hverjum tíma og hefur EKKERT með aðild Íslands að gera.
Ekki nokkurn skapaðan hlut.

  Við yrðum ALGJÖRLEGA áhrifalausir innan ESB-stjórnkerfisins.
Á Evrópuþinginu yrði atkvæðavægi okkar kringum 0.3%. Þannig
við yrðum meiriháttar hjálega ESB úti á Atlantshafi. Svo yrðum
við að afsala okkur því að geta gert sjálfstæða viðskiptasamninga
við þjóðir heims. Yrðum að taka upp ESB-utanríkisstefnu í fyll-
ingu tímans og ganga í sameiginlegan her þess.

  NEI TAKK Jónas Tryggvi. Er allt of mikill Íslendingur og stoltur
fyrir hönd þjóðar minnar að ég vilji henni slík ÖMURLEG HLUTSKIPTI!
ALDREI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.2.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband