Frumvarp um kjarnavopnalaust Ísland marklaust
29.2.2008 | 14:19
Alls sjö sinnum hafa róttækir vinstrisinnar undir forystu
Steingríms J Sigfússonar lagt fram frumvörp á Alþingi um
kjarnavopnalaust Ísland. Nú hefur það gerst aftur í áttunda
sinn. Athygli vekur að þingmenn úr Framsókn, Frjálslyndum
og Samfylkingu leggja fram frumvarpið nú með Steingrími.
Manns sem ætíð hefur verið talsmaður þess að Ísland eitt
ríkja heims sé berskjaldað og varnarlaust.
Með því að styðja tillögu Steingríms og róttæklinga hans
er í raun verið að verðlauna þá í ábyrgðarleysi þeirra í
öryggis-og varnarmálum þjóðarinnar. Alveg SÉRSTAKLEGA
er það undravert að þingmenn úr Framsókn og Frjálslyndum
skulu styðja slíka tillögu vinstrisinnaðra róttælkina. Við slíka
róttæklinga eiga menn EKKERT saman að sælda. Allra síst
í öryggis- og varnarmálum.
Íslenzk stjórnvöld hafa MARGSINNIS lýst því yfir að á Ís-
landi séu engin kjarnavopn, og ekki standi til að leyfa þau.
Eins og heimsmálum er nú háttað og enginn erlendur her
er lengur á Íslandi má augljóst vera að sú yfirlýssing er
fullkomlega nægjanleg. - Alla vegar gagnvart öllum þjóð-
legum borgaralegum öflum, þótt hún muni aldrei nægja
ábyrgðarlausum vinstrisinnum í öryggis- og varnarmálum.
Frumvarpið er því marklaust með öllu. Enda lagt fram
undir forystu Vinstri-Grænna í annarlegum pólitískum til-
gangi..........
Frumvarp um kjarnavopnalaust Ísland í 8. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.