Kratar ræða sósíaldemókratiska hugmyndafræði


   Á málþingi í Reykjavík í gær tóku AÐEINS um 100 svokallaðir
jafnaðarmenn þátt í málþingi sem ungliðahreyfing Samfylking-
arinnar stóð fyrir. Ekki var ég viðstaddur, enda ALLS ALLS ekki
sósíaldemókrati. Hins vegar  getur maður  rétt  ímyndað sér
hvaða hugmyndafræði þar hafi svifið yfir vötnum.  Sem betur
fer hafa sólsíaldemókratisk viðhorf og áhrif lítið mótað íslenzkt
samfelag gegnum áratugina, eða  allt  frá  lýðveldisstofnun.
Kemur þar margt til. Íslendngar hafa sem betur fer hafnað
hinni róttæku alþjóðahyggju sem sósíaldemókratar eru m.a
svo þekktir fyrir.

   Fyrir það fyrsta er allsendis óvíst að Íslendingar hefðu
lýst yfir lýðveldisstofnun 1944 ef hugmyndarfræði sóaíal-
demókrata hefði fengið að ráða. Margir innan þeirra raða
vildu fresta henni þar sem Danmörk var undir yfirráða-
svæði Þjóðverja.  Og margir sósíaldemókratar í dag hefðu
ekki sútað það horfandi þá á Ísland samtímans innlimað
í ESB sem hluti Danaveldis...

   Þá er alveg klárt að ef hugmyndarfræði sósíaldemókrata
hefði fengið að ráða á lýðveldistímanum hefðu Íslendingar
aldrei eignast 200 sjóm. fiskveiðilögsögu. Kölluðu það t.d
pólitískt siðleysi þegar fiskveðilöggsagan var færð út í 50
mílur og íslenzk  stjórnvöld  neituðu að  lúta Alþjóðlega
dómstólnum í Haag, sem einmitt sósíaldemókratar höfðu
skuldbundið Ísland að gera 1961. Og svona má lengi
telja.

    Það er því meiriháttar táknrænt að sósíaldemókratar
vilja nú að Ísland gerist aðili að ESB og afsali sér þar með
yfirráðum yfir sinni helstu auðlind. Auk þess að stórskerða
fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar sem felst í ESB-aðildinni.
Enda hálfvolgir við lýðveldistökuna 1944.

    Uppgangur sósíaldemókrata á Íslandi í dag er því áhyggju-
efni. Einmitt fyrir þeirra  róttæku  alþjóðahyggju sem þeir
standa fyrir. Jafnvel íslenzk tunga er þeim ekki heilög lengur.

    Rasismi þarf ekki endilega að beinast gegn öðrum þjóðum
og kynþáttum. Rasismi er líka til sem beinist gegn eigin þjóð
og ÞJÓÐLEGUM hagsmunum.

     Sú tegund rasisma er síst betri en sá sem almennt er rætt
um í dag !!!!  

    Báðum á að úthýsa úr íslenzku samfélgi!

    Og íslenzkum stjórnmálum !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.3.2008 kl. 03:56

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eftirfarandi eru úr samþykktum flokkþings Framsóknar 2007:


Leiðir
• Spurningunni um hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu verður fyrst svarað í kjölfar upplýstrar almennrar umræðu óháð flokkadráttum.
• Nauðsynlegt er að Stjórnarskrá Íslands verði aðlöguð nýjum veruleika í Evrópu- og alþjóðasamstarfi, m.a. til þess að tryggja að þátttaka Íslands í því sé hafin yfir allan vafa í nútíð og framtíð.
• Framsóknarflokkurinn lýsir sérstakri ánægju með störf Evrópunefndar flokksins. Framsóknarflokkurinn e eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem unnið hefur að skilgreiningu samningsmarkmiða fyrir Íslands hönd, ef til aðildarviðræðna við Evrópusambandið kæmi.
Fyrstu skref
Til að tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar er mikilvægt að stöðugt sé unnið að stefnumótun og markmiðasetningu Íslands í Evrópusamstarfi. Mikilvæg  er að Framsóknarflokkurinn verði áfram leiðandi afl í Evrópuumræðu á Íslandi.

Þetta er nú einmitt sem Samfylking er að kalla eftir. Sýnist að Framsókn sé á sömu línu 

Og eftirfarandi eru úr kafla um stefnu Framsóknar

Grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar.  Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.  

 
Mundi segja að þetta væri sósíaldemókratisk hugsun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2008 kl. 08:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg ljóst að við höfum ekkert í ESB að gera fyrr en við höfum fundið lausn á sjávarútvegsstefnu okkar.  Þar er allt í kalda koli eins og stendur, og þarf að vinna í því.  Góður punktur líka þetta með að rasismi geti líka beinst gegn eigin þjóð og landi, það hefur nefnilega gerst hjá sumum, sem eru það sem ég kalla þöggunarsinna í sambandi við umræður um erlent fólk, sem hingað kemur, og er misvelkomið.  En má alls ekki ræða þau vandamál sem geta komið upp við óheftu flæði verkafólks frá fátækari löndum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 12:56

4 identicon

Heill og sæll, Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

Alveg einstakur krata þjarkur; Magnús Helgi Björgvinsson.

Guðmundur - Guðrún María og Ásthildur ! Verð samt að viðurkenna, að ég hefi stundum lúmskt gaman af, hversu seiður kerlingar kvalarinnar, stórfrænku minnar; Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur virkar, af kynngimögn nokkurri, á svona hrekklausar sálir, sem blessaðan drenginn, Magnús Helga.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:34

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fottur pistill hjá þér Guðmundur!

Kærar þakkir. 

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 16:06

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Bara það sé á hreinu. Er hér alls ekki talsmaður Framsóknar, enda lýst andstöðu við mörg mál sem sá ágæti flokkur
heftur stutt. Svo er enn grundvallarmunur á stefnu Framsóknar og
Samfylkingar í Evrópamálum. Samfylkingin hefur SKÝRA stefnu um að
Ísland sæki um ESB aðild. Framsókn ekki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband