Verðbólga í Kína og gengishrun í USA
11.3.2008 | 10:06
Verðbólgan í Kína mælist nú tæp 9%. USA-dollar hefur
hríðfallið síðustu misseri. Eru gjaldmiðlar þessara stór-
þjóða handónýtir, eða hvað? Fara þær ekki að skipta
þeim út fyrir evru? Skv. umræðunni á Íslandi mætti ætla
það.
Umræðan um íslenzka krónu er á villugötum. Krónan
einungis endurspeglar það efnahagsumhverfi sem
íslenzk stjórnvöld búa til hverju sinni. Bara húrra fyrir
því að hafa íslenzka krónu í dag og sjálfstæðan gjald-
miðil. Því krónan er einungis að reyna að AFRUGLA efna-
hagskerfið í raun sem misvitrir stjórnmálamenn hafa
skapað. Krónan er nú að leita jafnvægis, sem meiri-
háttar styrkir okkar ÚTFLUTNING, einmitt það sem við
þurfum svo mikið á að halda í dag. Búa til auknar tekjur
í kreppunni. Útflutningstekjur okkar eru að stóraukast
þessa vikurnar, ÞÖKK sé íslenzkri krónu og eigin gjald-
miðli. Því krónan tekur einungis mið af íslenzkum raun-
veruleika.
Vísitöluruglið og verðtrygging er hins vegar sérmál
sem ætti að hafa verið fyrir löngu búið að taka á.
Ef krónan er blóraböggull, hvað þá með gjaldmiðla
stærstu þjóða heims, Kínverja og Bandaríkjamanna?
Jú. Umræðan er á villigötum!
Verðbólga 8,7% í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.