Óraunsæi Kaupþingsforstjóra kemur á óvart


    Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir á
ráðstefnu í Kaupmannahöfn  í dag, að líklegt sé að
Íslendingar taki upp nýja mynt innan 3 ára. Svona
yfirlýsing forstjóra Kaupþings kemur verulega á
óvart, svo ekki sé meira sagt. Í hvaða heimi lifir
þessi ágæti bankastjóri eiginlega?

   Fyrir það fyrsta er enginn pólitískur vilji til að taka
upp nýjan gjaldmiðill. Hvað þá að hefja könnun eða
undirbúning að slíku, sem tekur mörg ár. Og eins
og efnahagsmálum er nú háttað og framtíðarhorfur
þar  er svo langt í frá að slíkt geti gerst næstu 3 árin,
þótt allt færi af stað að undirbúa slíkt.  Gjörsamlega
út í hött!

  Því kemur svona óraunsæi Kaupþingsforstjóra
verulega á óvart.

   Er það kannski  á fleiri sviðum en þessum?
mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að um misskilning sé að ræða - að bankamaðurinn sé að tala um heima-gjaldmiðil innan banka síns, Kaupþings, en ekki fyrir hönd íslenska lýðveldisins (stofnað þann 17. júní fyrir 63 árum). Annað gæti kynnt undir gengisfalli og neikvæðum framtíðar væntingum fjármálaheimsins til ISK.

Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband