Framsókn geri upp Evrópumálin


   Það er alveg ljóst að Evrópumálin hafa reynst Framsókn
mjög erfið undanfarin ár. Evrópusambandssýn Halldórs
Ásgrímssonar fyrrv.formanns faldi fjölda flokksmanna og
stuðningsmanna frá flokknum. Því Framsóknarstefnan
hefur frá upphafi byggst á  þjóðlegum viðhorfum, þar sem
ÞJÓÐHYGGJAN var í öndvegi, eins og Jón Sigurðsson fyrrv.
formaður útskýrði svo vel fyrir síðustu kosningar. Evrópusýn
Halldórs þar sem Ísland yrði orðið aðili að ESB fyrir árið 2012
samrýmdist engan veginn hinni klassisku framsóknarstefnu.
Og þrátt  fyrir andstöðu  þáverandi vara-formanns  Guðna
Ágústssonar  við  Evrópusambandssýn Halldórs,  yfirgaf
fjöldi  kjósenda  flokkinn. Nær allt  ESB-andstæðingar, en
þangað sótti flokkurinn einmitt mest  sitt fylgi. Þeir treystu
einfaldlega ekki flokknum í Evrópumálum. Trúverðugleikinn
hafði beðið hnekki, og flokksímyndin sömuleiðis.

   Við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar úr stjórnmálum hefði
mátt ætla að Framsóknarflokkurinn nálgaðist hinn þjóðlega
uppruna sinn á ný og fyrrum stuðningsmenn kæmu til líðs
við flokkinn. Því miður virðist það ekki ætla að ganga eftir.
Hinn tiltölulegi fámenni hópur kringum Halldór og hans ESB-
draumsýn virðist ætla að halda kindli hans á lofti innan flokk-
sins. Fremstur  fer  þar vara-formaður  flokksins, Valgerður
Sverrisdóttir, auk fyrrverandi aðstoðarmaður Halldórs og fyrrv.
borgarfulltrúi, Björn Ingi Hrafsson.  Framganga Valgerðar á
Iðnþingi í síðustu viku þ.s hún lýsti yfir stuðningi við ESB-aðild
og upptöku evru,  og lofsöngur Björns Inga um ESB- draumsýn
Halldórs á bloggi sínu og Sílfri Egils um s.l helgi, er eins og
blaut vatnsgusa framan í sitjandi formann. Engum blandast
hugur um að nú er atlagan að Guðna Ágústssyni hafin.  Nú
skal látið kné fylgja kviði, ESB-andstæðignum Guðna velt af
stalli, og Framsókn ESB-vædd í eitt skipti fyrir öll. Eða eins
og Björn Ingi orðaði það. Það skyldi þó ekki vera að draum-
sýn Halldórs ætti eftir að rætast þrátt fyrir allt.

   Það er alveg ljóst að svona geta mál ekki gengið lengur
innan stjórnmálaflokks. Að tveir helstu forystumenn flokk-
sins tali með sitt hvorri tungunni út og suður í jafn miklu
pólitisku stórmáli og því hvort Ísland skuli ganga í ESB
eða ekki. Það hljóta allir að sjá. Ekki síst kjósendur. Enda
heldur fylgið enn áfram að minnka. Trúverðugleiki flokksins
og hin pólitíska ímynd hefur beðið alvarlegan skaða. 
Á því bera ESB-talsmenn innan flokksins alla ábyrgð.

   Ef takast á að byggja Framsóknarflokkinn upp á ný verður
að fara fram uppgjör innan flokksins í Evrópmálum. Enda  um
pólitískt stórmál á ferð. Um það verður ekki flúið. Og því fyrr
því betra. Ágreiningurinn er orðinn svo hrópandi á yfirborðinu.

  Framsóknarflokkurinn verður því að gera upp hug sinn í því 
hvernig flokkur hann vill verða. Framsækinn umbótaflokkur á
ÞJÓÐLEGUM grundvelli, eða ör-lítill ESB-flokkur við hliðina á
hinum  raunverulega ESB-flokki, Samfylkingunni.  Hvort verður
hlutskiptið?

   Um það snýst málið!

  Við kjósendur viljum fá við því skýr svör!

  Og það strax ! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; æfinlega, Guðmundur Jónas !

Hygg; að þeir Framsóknarmenn, hverjir enn séu, í raun og sann, þurfi að fara að losa sig við Halldórs (Ásgrímssonar) afsteypurnar, úr flokknum, eigi hann, að eiga sér viðreisnar von.

Líkast til; hefir þú séð ESB áfergju Valgerðar Sverrisdóttur og Björns Inga Hrafnssonar, í Silfri Egils, á dögunum.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæll Guðmundur.Ég held að það sé ekki rétt hjá þér að einhver ágreiningur innan Framsóknarflokksins snúist sérstaklega um aðild að Evrópusambandinu.2001verður vendipúnktur í samstöðu innan Framsóknarflokksins þegar nýkjörinn varaformaður fer að predika það út og suður að hann hafi aðra stefnu en formaður flokksins.Þessu hélt hann áfram að predika allt þar til Halldór Ásgrímsson hætti sem formaður.Þetta gaf þeim öflum í flokknum sem aldrei hafa verið til friðs, byr undir báða vængi.Líka gaf varaformaðurinn öllum framapoturum innan flokksins, og Kristni H.Gunnarssyni skotleyfi á formanninn og þar með flokkinn sjálfan.Enginn ber jafnmikla ábyrgð á slæmu gengi Framsóknarfokksins og núverandi formaður hans, nema ef vera skyldi uppalningur hans í pólitík, sem túlkar stöðugt skoðanir formannsins og virðist jafnvel halda að hann sé sjálfur formaður.Mismunandi skoðanir á forystu flokksins hefur ekkert með Evrópuaðild að gera.Til að mynda skiptir það mig engu máli hvort við förum inn í Evrópusambandið eða ekki,en ég skil það fólk vel sem er að kikna unda lánabyrði og háu verðlagi og neyðist af þeim orsökum að kjósa Evrópusambandsaðild.En það er greinilegt að formaður flokksins á ekki hljómgrunn hjá þjóðinni.Það eru þrju ár í næstu alþingiskosningar, svo tíminn er naumur.

Sigurgeir Jónsson, 12.3.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Sigurgeri. Nei þarna er ég gjörsamlega ósammál. Upphafið var
EES-samningurinn og uppreisn þáverandi vara-formanns, Halldórs
Ásgrímssonar gegn þáverandi formanni, Steingrími Hermannssyni.
Steingrímur var eitilharður ESB-andstæðingur og stefna flokksins
var þá alveg skýr, enda hefur andstaða gegn ESB hvergi verið
jafn sterk gegnum tíðina og í Framsókn. Halldór ásamat Valgerði
og fáum öðrum sátu hjá varðandi EES og hefur Steingrímur sagt
að þar hafi Halldór komið í bakið á sér. Þannig upphófst þessi
ágreiningur innan flokksins, sem stórskaðað hefur hann, og
flæmt stóran hluta þjóðlega sinnaða kjósendur frá flokknum.
Valgerður hefur nú tekið við ESB-kindli Halldórs, sem var svo
hatrammur gagnvart Guðna að hann gerði allt til að forða að
hann yrði formaður. Þetta eitraða pólitíska andrúmsloft innan
flokksins gerir það að verkum að það verður að lofta út í þessu
stórmáli ef flokknum á að takast að byggja sig upp á ný. Byggja
sig upp á ný eftir hið ömurlega Halldórstímabil, sem nánast
rústaði flokkinn vegna ESB-daðurs.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þar autan hefur flokkurinn sótt aðal fylgi sitt út á landsbyggðina, til
bænda og sjómanna, en þær stettir færu alverst út úr ESB-aðild.
Þennig maður skilur ekki þessa komplexa og esb-vírsusa í Fram-
sóknarflokknum.  Bara alls ekki !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 14:07

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæll aftur Guðmundur.Ég er sjómaður og tel mig búa úti á landi þótt það sé á vestanverðum Reykjaneskaganum í sjávarplássi þar.Ef við værum í stöðu Norðmanna þyrftum við ekki að velta fyrir okkur aðild.Við höfum á síðastlinum árum gortað okkur af því að við værum ein af ríkustu þjóðum heims.Norðmenn gorta sig aldrei af slíku,en þeir eru trúlega ríkasta þjóðin.Framsóknarflokkurinn hefur ekki síðan á þriðja áratugnum skilgreint sig sem bændaflokk.Ef það er stefna formannsins að Framsóknarflokkurinn  skilgreini sig sem bændaflokk  þá er ég nokkuð viss um að hann kemur ekki einum einasta manni á þing í næstu Alþingiskosningum.Og af því þú minntist á Halldór Ásgrímsson þá held ég að enginn efist nú um að Halldór Ásgrímsson hafði rétt fyrir sér varðandi EES.Þú segir að Framsóknarflokkurinn hafi verið flokkur bænda og sjómanna.Halldór var í sveit sem barn, og hélt góðu sambandi við bændur.Hann var líka á sjó, byrjaði fjórtán ára.Framsóknarflokkurinn var til skamms tíma nokkuð sterkur hér á suðurnesjunum, var til að mynda með tuttugu og fjögur prósent hér í Sandgerði 2002 og var lengi vel með um þriðjung í Grindavík og hann hafði alltaf tryggt fylgi í Keflavík.Því miður held ég að það sé að verða mikil breyting á.

Sigurgeir Jónsson, 12.3.2008 kl. 14:47

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Sigurgeir. Það er búið að reikna út að við yrðum að greiða
fjölda milljarða í sukksjóði ESB ef við gengum þar inn umfram það
sem við fáum úr þessum sukksjóðum. Þar  utan ditti það engum heilvita maður í hug að fara í ESB meðan allur kvótinn
er framseljanlegur á Íslandsmiðum svo eitt dæmi sé tekið. Eða
ekki viltu fá útlendingana aftur inn í landhelgina? Framsóknar-
flokkurinn á að höfða til allra stetta. Tók bara sem dæmi bændur
og sjómenn.  Veit allt um Halldór. Þess vegna skildi ég ALDREI
hans ESB-daður jafn glöggur og Halldór er. Þetta er eins og
hver önnur baktería sem menn fá og losna aldrei við fái  þeir
hana.  Fyrir það er Framsókn að gjalda í dag. Því þetta er ekki
bara stór-pólitískt mál, heldur líka tilfinnigalegt. Því fari við þarna
inn þá stórskerðist fullveldi Íslands og sjálfstæði. Ef þú ert hins
vegar alþjóðasinni eins og hinir öfgafullu kratar þá skil ég þig
vel að sjá ekker við það að Ísland gangi inn í þetta miðstyrða
Sambandsríki Evrópu. Við þessar 300 þúsnd sálir eins og ein
ágæt breiðgata í Berlín. Hugleiddu nú öll áhrifin sem við fengum
í þessu sambandsríki. Eins og ein góð breiðgata í Berlín.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband