Athyglisvert Reykjavíkurbréf


   Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins er vakin athygli á yfirlýsingu
Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir utanríkisráðherra á fundi í Kaup-
mannahöfn í.sl.viku, að í næstu þingkosningum á Íslandi yrði
kosið um aðild Íslands að Evrópusambandinu.  Greinarhöfundur
bendir réttilega á að þar með hafi Ingibjörg Sólrún einangrað
Samfylkinguna, því enginn flokkar á Alþingi í dag hafi áform um
ESB-aðild Íslands, utan Samfylgingar, og engar líkur séu á að
á því verði breyting fyrir næstu kosningar. Bendir greinarhöf-
undur á að þessi yfirlýsing eigi eftir að valda spennu milli
ríkisstjórnarflokkanna, því slík áform eru ekki að finna í nú-
verandi stjórnarsáttmála.

   Athygisverðust er þó þau viðhorf sem fram koma í Reykja-
víkurbréfinu en þar segir. ,,Hér á þessum vettvangi var lýst
áhyggjum yfir stöðu Sjálfstæðisflokksins eftir myndun ríkis-
stjórnar með Samfylkingunni vorið 2007 fyrir tæpu ári og
talið, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti verið í þeirri stöðu, að
enginn annar flokkur mundi vilja við hann tala og vinstri
stjórn blasti við að loknum næstu kosningum.

   Ingibjörg Sólrún hefur gjörbreytt þessari stöðu með
yfirlýsingu sinni í Kaupmannahöfn. HÚN HEFUR OPNAÐ
NÝJAR LEIÐIR FYRIR BÆÐI SJÁLFSTÆÐISFLOKK, FRAM-
SÓKNARFLOKK OG FRJÁLSLYDA FLOKKINN."

   Öll þjóðlega sinnuð borgaraleg öfl hljóta að fagna þeim
viðhorfum sem þarna birtast og taka undir þau heilshugar.
Hér  hefur margsinnis verið  hvatt til  þess að hin borgara-
legu  öfl  á Íslandi myndi pólitíska  blokk eins og víðast hvar
tíðkast í okkar nágrannalöndum þar sem mynda þarf sam-
steypustjórnar. Með því fást skýrar línur í stjórnmálin og
val kjósenda verða sömuleiðis skýr. Enda hefur komið á
daginn að milli Sjálfstæðisflokksins og hinnar ESB- sósíal-
demókratisku Samfylkingar er grundvallarlegur ágreiningur
í hinum stærstu málum sem við er að fást í dag.  Slíkt getur
ekki gengið lengur, eins og mörgum er nú að verða ljóst.

   Viðhorfin í Reykjavíkurbréfinu eru því athyglisverð.

   Vonandi fyrirboði mun meiri breytinga í íslenzkum stjórn-
málum en margan grunar..........
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Frjálslynda flokkinn .... já hugsa sér það eru tíðindi að hann sé kominn til sögu að ég tel.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.3.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband