Guðni svarar ESB-sinnum


   Í bæði laugardags og sunnudagsblaði Mbl. skrifar Guðni
Ágústsson formaður Framsóknarflokksins mjög ítarlegar
og góðar greinar um Evrópumál. Með greinunum virðist
Guðni svara þeim litla hópi ESB-sinna sem innan Framsók-
nar hefur verið að hafa  hátt að undanförnu.  Ítrekar þar
Guðni stefnu flokksins og skýra andstöðu sína gagnvart
því að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp evru.

   Guðni Ágústsson virðist eiga mikinn stuðning innan flokk-
sins. Í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir
Samtök iðnaðarins og birt var á dögunum kemur skýrt
fram að andstaðan gegn aðild Íslands að Evrópusamband-
inu er almest meðal framsóknarmanna. Meðan dæmið 
sýnst við hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Og athygli
vekur að hlutföllinn eru nokkuð jöfn meðal Vinstri-Grænna.
Tölurnar eru birtar með grein Guðna í gær. 

   Augljóst er því að þeir sem tala fyrir ESB-aðild innan
Framsóknarflokksins gera það ekki í nafni meirihluta
stuðnings þar. Þvert á móti. Því kemur framganga vara-
formannsins í Evrópumálum mjög á óvart, svo ekki sé
meira sagt.

   Skoðanir Guðna í Evrópumálum og mikils þorra framsóknar-
manna fer því saman.

  Um það þarf ekki að deila...

  Það liggur fyrir skv. Capacent Gallup !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband