ESB-aðild Íra valda þeim miklum erfiðleikum


   Í Staksteinum Mbl.í dag er athygli vakin á efnahags-
vandamálum á Írlandi. En bæði er Írland á evru-svæðinu
og á aðild að ESB. En ESB-sinnar á Íslandi hafa oftar en
ekki bent á uppganginn á Írlandi sem sýni kosti ESB-
aðildar. En nú er heldur betur allt  annað uppi á tening-
num. Niðursveifla er hafin á Írlandi.   Og einmitt vegna
tengingu við ESB-og evru ráða stjórnvöld ekki við neitt.
Bankakerfið írska er í miklum kröggum, en það hefur verið
helstu rök ESB-sinna að einmitt tenging Íslands við evru
svæið myndi styrkja bankakerfið. Fasteignaverð á Írlandi
er ört lækkandi og vanskil stóraukast. Og atvinnuleysi
vex mjög og er komið yfir 5%. Öll efnahagsleg úrræði eru
fá, því nú er nánast allt í höndum Brussels.

   Í Staksteinum er vitnað í Morgan Kelly, prófessor við
háskólann í Dublin sem segir í samtali við Telegraph
í gær.  ,,Þetta eru dæmigerð eftirköst eftir uppsveiflu,
EN SAMT GETUM VIÐ EKKERT GERT, ÞVÍ VIÐ ERUM INNAN
EVRUSVÆÐISINS". segir Kelly og telur að ekki sé hægt
að lækka stýrivexti eða fella gengi, og að litlir möguleikar
séu á innspýtingu  í hagkerfið en fólk haldi vegna
ESB-aðildar og tengslin við evrusvæðið.

  Í lokin er vert að taka undir með Staksteinum. ,,Nú
standa Írar frammi fyrir erfiðleikum og geta ekkert
gert vegna þess að þeir eru á evrusvæðinu. Er þetta
ekki umhusunarefni fyrir þá Íslendinga, sem telja, að
evran mundi leysa okkar vanda?".
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband