Pólitískt vanmat Björns Inga


   Evrópusambandssinninn  Björn  Ingi Harfasson  fjallar  um
hið merka Reykjavíkurbréf í  gær á  heimasíðu sinni.. Og telur
Styrmi Gunnarsson ritsjóra Mbl. fara með vanmat er hann
segir Ingibjörgu Sólrúnu hafa einangrað Samfylkinguna með
þá yfirlýsingu í Kaupmannahöfn á dögunum að í næstu kosn-
ingum yrði kosið um aðild  Íslands að Evrópusambandinu.
  
   Er ekki miklu frekar að Björn Ingi sé sjálfur að vanmeta þá
stöðu? Gerir hann sér ekki ljóst hversu gríðarlegt pólitískt
hitamál er hér á ferð? Það stórt að það muni ekki bara kljúfa
heilu flokkanna í herðar niður. Heldur mun þjóðin öll klofna í
tvær hatrammar fylkingar. Þess vegna er mat greinarhöf-
undar Reykjavíkurbréfsins hárrétt!  Samfylkingin yrði sá eini
stjórnmálaflokkurinn sem hefði slíkt pólitísk feigðarflan að
baráttumáli í næstu kosningum.  Þess vegna er það svo aug-
ljóst sem mest má vera að slíkur and-þjóðlegur flokkur myndi
einangrast í íslenzkum stjórnmálum.  SEM BETUR FER !

    Í Reykjavíkurbréfinu er komist að þeirri merkilegri og raun-
hæfri  niðurstöðu að við slíka pólitíska einangrun Samfylkingar-
innar opnuðust nýjar dyr í íslenzkum stjórnmálum. Hin borgara-
legu öfl í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Frjálslynda-flokki
gætu myndað pólitískt samstarf. Vonandi til frambúðar. Augljós-
lega í mikilli andstöðu við Evrópusambandsinna eins og   Björns
Inga, sem virðist vilja veg og vanda hinnar ESB-sósíaldemókrat-
isku Samfylkingar sem mestan í íslenzkum stjórnmálum. Spurning
hvers vegna Björn Ingi gangi ekki hreinlega til verks og gangi
í hina Evrópusambandssinnuðu  Samfylkingu?

   Þá gerir Björn Ingi Hrafnsson athugasemdir við Evrópuskrif
Guðna Ágústssonar í Mbl um helgina  og er bersýnilega ekki
hress með þau. Enda gjörólík viðhorf sem þar koma fram í
Evrópumálum  sbr. viðhorf Halldórs Ásgrímssonar sem spáði
því að Ísland yrði komið í ESB árið 2012, sem Björn Ingi telur
að muni sennilega rætast. Mikill spámaður Halldórs Ásgrímsson,  
eða hitt þó heldur!  Hins vegar vill Björn Ingi láta að því liggja
að einmitt vegna viðhorfa manna eins og Guðna Ágústssonar
sem tala hafa hreint út í Evrópumálum á mannamáli, að við það
hafi fylgið hrunið af flokknum. Björn Ingi spyr. ,, Hvernig stendur
á því að fylgi flokksins var miklu meira þegar Framsóknarflokkur-
inn hafði forystu um umræðu um Evrópumálin hér á landi?" Og
vill láta að því liggja að að fylgni væri í vaxandi áhuga kjósenda
við ESB-aðild og fylgistapi Framsóknar undir forystu-Esb-andstæð-
ingsins Guðna Ágústssonar.

  Björn Ingi mann greinilega ekki þá tíð  þegar Framsóknarflokkur-
inn var aðal-andstæðingur ESB-aðildar undir forystu Steingríms
Hermannssonar. Þá var flokkurinn annar stærsti flokkur þjóðar-
innar með langt yfir 20% fylgi. En strax og Halldór Ásgrímsson
þá vara-formaður flokksins klauf flokkinn í EES-málinu byrjaði
fylgið við flokkinn að minnka, sem endaði með algjöru fylgishruni
í síðustu kosningum.  Því hvorki Halldór né Björn Ingi aðstoðar-
maður Halldórs virtust átta sig á að andstaðan var hvergi meiri
við  ESB-aðild en  einmitt í Framsóknarflokknum.

   Ótal kannanir  hafa  sýnt fram á  það, og  nú  síðast  könnun
Gallups  fyrir Iðnaðarsamtökin  og sem birt var í s.l viku. Enda
framsóknarstefnan ætið  byggst á  ÞJÓÐLEGUM gildum og við-
horfum, sbr túlkun Jóns Sigurðssonar fyrrv. formanns um ÞJÓÐ-
HYGGJU framsóknarstefnunar. Þá má ekki gleyma öllu hinu stór-
pólitíska klúðri í borgarstjórn Reykjavíkur sem stórskaðað hefur
flokkinn á höfuðborgarsvæðinu  síðustu misseri. Eitthvað sem
Framsóknarflokkurinn mátti alls ekki við. Væntanlega eru þau
ósköp ekki Guðna Ágústssyni og ESB-andstæðingum hans innan
flokksins að kenna?  Eða hvað ?

  Bæði Reykjavíkurbréfið og og skrif formanns Framsóknarflokksins
um helginu voru því  bæði vel ígrunduð og byggð á pólitísku raunsæi.

   Hið póltitíska mat  þar var því rétt í báðum tilvikum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

En Hvað sagði Björn Bjarnason um málið á stöð2 í kvöld?

Auðun Gíslason, 17.3.2008 kl. 02:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Björn Bjarnason sagði m.a að Sjálfstæðisflokkurinn myndi klofna ef
kæmi til uppgjörs innan hans í Evrópumálum. Nákvæmlega sem
ESB-sinnaðir Hallórsmenn innan Framsóknar eru að reyna að gera
og hafa stórskaðað ímynd flokksins með ESB-daðri  sínu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.3.2008 kl. 09:34

3 identicon

Sæll Guðmundur.

Já mér finnst þú alveg vera með hárréttan vinkil á þetta. Það var algjört feigðarflan þetta Evrópusambandsdaður hjá Halldóri og einmitt varð til þess að flokkurinn missti allar fyrri forsendur þjóðlegs umbótaflokks sem flokkurinn lengst af var. Það er enginn þörf fyrir aðra Evrópusambands sinnaða Samfylkingu í Íslenskum stjórnmálum og það er líka held ég alveg hárrétt mat hjá þér að það yrði algjört feigðarflan ef ISG ætlar að gera þetta að kosningamáli fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum. En það yrði sko algjör dauðadómur yfir Framsókn ef Björn Ingi og einhverjir tækifærisssinnaðir Evrópu pótintátar ætlaðu að verða þar líka eins og einhverjir aftaníossar Samfylkingarinnar. Nei þetta er sannkallað stórmál og ekki rétt að tala um þetta af neinni léttúð en ég hef fulla trú á því að því meira sem þetta verði rætt og þjóðin upplýst um þetta stórmál þess frekar mun fólk snúast gegn þessu og það í öllum flokkum og fólk mun sko alls ekki láta forystumenn Íslensku stjórnmálaflokkana ákveða þetta fyrir sig.  En þú stendur vel þína pligt Guðmundur.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega fyrir þína innkomu hér og viðhorf félagi Gunnlaugur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.3.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband