Fjölgun sérsveitarmanna um 6 er brandari !


   Það að stjórnvöld ætla að fjölga sérsveitarmönnum einungis
um 6 á næsta ári er brandari. Ekki síst í ljósi þeirra stórauknu
verkefna sem sveitin hefur sinnt að undanförnu. Fjölgunin er
ekki einu sinni í neinu  samræmi við  fólksfjölgunina, hvað  þá
hina miklu glæpatíðni sem nú gengur  yfir. Þá  er  fjölgunin  í
engu samræmi við þá uppbyggingu sem hlýtur að eiga sér stað
á næstu misserum og árum varðandi öryggis-  og varnarmál. 
Stofnun vara-liðs lögreglu, stóreflingu Landhelgisgæslu og
Víkingarsveitar (sérsveita) eru þar efst á blaði.

   Hvað veldur þessari dapurlegu niðurstöðu ? Andstaða  Sam-
fylgingarinnar sem  bruðlar og sólundar með almannafé í yfir-
gengilegan hégóma heimshorna á milli? 

   Alla vega getur uppbygging á sviði  löggæslu og öryggismála 
ekki  verið að stranda á peningamálum, eins og t.d utanríkisráðu-
neytið er búið að ausa úr sjóði  lanadsmanna að undanförnu. 

  Það virðist geta farið fram óhindrað í hverri vitleysunni á fætur
annari! 

  Hvað sem það kostar !

 



 


mbl.is Sérsveitarmönnum fjölgað um 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir 6 eiga kannski að vernda blessaðan landann þegar Ingibjörg Sólrún tekur hina með sér til útlanda.

linda (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:42

2 identicon

Fínt að fjölga í sérsveitinni, gott að hafa þá. Hinsvegar má geta þess að þeir komu hvergi nærri handtökunni á sprautunálaræningjunum um daginn, þeir komu bara á vettvang þegar almenna deildin var búin að handtaka þá.

Lögga (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:08

3 identicon

Hvernig væri í stað þess að fjölga sérsveitarmönnum að fjölga almennum lögreglumönnum og bæta þjálfunina þeirra?

Svo væri ekki úr vegi að láta lögreglumenn hafa þau tæki og tól sem þeir þurfa til að vernda borgarana.

Hin löggan (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

99.9%

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband