Hvers vegna er krónan látin fljóta svona áfram ?


   Hafi ríkisstjórnin einhvern tíman haft stjórn á efnahagsmálum
þá er sú stjórn gjörsamlega horfin. Íslenzka krónan er ein af
minnstu gjaldmiðlum heims. Hvernig í ósköpunum getur slíkur
gjaldmiðill verið algörlega frjáls og fljótandi í þessum mikla ólgu-
sjó sem nú er á alþjóðlegum peninga-og gjaldeyrismörkuðum?
Ekki síst þegar fyrir liggur að verðbólgumarkmið Seðlabankans
hafa algjörlega brugðist þrátt fyrir hæðstu stýrivexti sem finnast
á byggðu bóli! Hvers vegna er þá ekki sest niður eins og Samtök
atvinnulísins hafa margsinnis óskað eftir og málin skoðuð upp á
nýtt?  Hvers vegna vill ríkisstjórnin EKKERT gera af viti?

  Danir hafa sína dönsku  krónu og gengur vel. Binda hana við
evru með ákveðnum  frávíkum. Hvers  vegna  bindum við ekki
okkar krónu við ákveðna gjalderyiskörfu eða mynt með ákveð-
num frávikum? Já  eins og t.d Danir! Getum t.d  miðað við gengis-
vísitölu kringum 140 í upphafi. Þá  færu vextir ört  lækkandi  og
verðbólga sömuleiðis. Alla vega yrðu miklar líkur á því.  Gengið
yrði mun stöðugra sem allir eru að kalla eftir.   Ekki satt ?
   
   Hvers vegna er þetta ekki gert? Ekki síst ef ákveðnir aðilar
eru farnir að stýra genginu meira eða minna ?

   Já hvers vegna er allt haft svona  fljótandi og í bullandi óvissu?

   Er of vitlaust til að spyrja slíkra spurninga ?
  
  Óviðeigandi spurninga ???
mbl.is Áhrif vaxtahækkunarinnar: Heimilum blæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Markaðurinn """ átti að ráða öðru nafni frumskógarlögmálið, markaður í 300 þús manna samfélagi, þar sem stjórnvöld hafa talið sig lítið annað þurfa að gera en að horfa á og fylgjast með þróun mala.

það viðhorf er enn við lýði hjá stjórn landsins því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.3.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála þeim tveimur sem hér hafa skrifa fyrir ofan. Málið með að hafa fast gengi á krónunni þá gætu komið aftur tilefni eins og hér í gamladaga þar sem ríkisstjórn ákvað bara að fella gengi krónunar um 10 til 20% í einni aðgerð til að hjálpa sjávarútveginum. Og þetta gerðist oft rétt eftir kjarasamninga. Finnst það ógurleg hugsun að stjórnvöld hafi slíkan möguleika.

Ég segi því eins og áður tökum upp Evru og göngum í ESB 

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Efnahagssveiflur eru mismunandi milli svæða og landa og
ríki mismunandi í stakk búin að mæta þeim. Hér er ég að tala um að
binda gengið við ákveðna myntkörfu eða mynt sem megi sveiflast
ca 5% í + eða -. Ekki fastgengi, en mun stabilla heldur en það sem
við höfum í dag sbr. danska krónan. Hins vegar EF við verðum
fyrir áföllum í þjóðarbúinu þá jú getum við allataf hnikað  til genginu,
sem við gætum ekki gert með erlenda mynt. Það þyddi stöðnun,
atvinnuleysi og gjaldþrot. Alveg furðulegt að þið sem kallið ykkur
jafnaðarmenn skuli frekar vilja taka atvinnuleysis-áhættuna  en
tímabundna verðbólgu. Svo bendi ég á það sem er að gerast á
Írlandi sem er á efrusvæðinu. Nú kvarta þeir sáran út af evrunni
því hún taki EKKERT tillit til þess sem þar er að gerast í efna-
hagsmálum. Samdráttur, verðbólga  og stóraukið atvinnulereysi,
og merkilegt nokk, bankakreppa, þótt Írland sé á hinu marag-
rómaða evrusvæði. Svo ef þú lest hér á Mbl. í dag virðast
óprútnir fjármálagaurar vera farnir að spila á írska fjármála-
kerfið og tala það niður. Allt gerist þetta á Írland þrátt fyrir
evru og aðild þess að ESB. Þannig að ESB og evra er engin
lausn, heldur stórvarasamt fyrir Ísland og hagsmuni þess í
ALLA STAÐI.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 10:58

4 identicon

Mér líst nokkuð vel á þínar hugmyndir Guðmundur.

Til viðbótar við þetta þyrfti að taka krónuna af gjaldeyrismarkaði til að stöðva spákaupmennsku. Yfir 90% af veltunni er spákaupmennska og þessi litla mynt þolir þetta ekki.

Einu viðskiptin með myntina ættu að vera þegar keypt er vara og þjónusta, engin spákaupmennska.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg rétt. Bara skil ekki hvers vegna í ósköpunum krónan er ekki
bundin við aðra mynt eða gjaldeyriskörfu eins og ástandið er nú.
Svo getum við alltaf breytt því sem við gætum alls ekki tækjum við
upp  aðra mynt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 20:55

6 identicon

Menn hafa tekið núverandi kerfi eins og trúarbrögð og vilja ekki hugsa neitt annað, jafnvel þó algerlega sé ljóst að þetta er ekki að virka. Ég yrði ekki hissa á að gengið fari að síga aftur fljótlega og þá koma þeir með aðra vaxtahækkun. Á sama tíma stefnum við í kreppu og það síðasta sem atvinnulífið þarf er hærri vextir. Mér liggur við að segja að það sé verið að gjöreyða Íslensku efnahagslífi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:14

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alla vega yrði skynsamlegast að prófa þetta fyrst áður en við köstum krónunni og tökum upp erlendan gjaldmiðil sem við HEFÐUM
EKKERT YFIR AÐ SEGJA. En eftir upptöku annars gjaldmiðils yrði
ekki aftur snúið, þótt við sætum gjörsamlega í súpunni...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband