Þjóðverjar vilja herinn burt frá Afganistan


   Skv. skoðanakönnunum vilja Þjóðverjar kalla her sinn heim
frá Afganistan, og stuðningur almennings við verkefnið hefur
aldrei verið minni en nú. Almenningur á Vesturlöndum virðist
vera orðin mjög mótfallinn stríðinu í Afganistan eins og gagn-
vart stríðinu í Írak. Þar virðst borgarastríð vera  í uppsiglingu.

  Furðulegt að engin skoðanakönnun hafi farið fram hér á landi
um veru okkar fólks í Afganistan. Klárlega myndi mikill  meiri-
hluti Íslendinga vera mótfallin þátttöku okkar í ruglinu í Afgan-
istan, ef þeir yrðu spurðir.

  Nýleg för utanríkisráðherra til Afganistans sýnir berlega hversu
röng ákvörðun það var að taka þátt í ruglinu í Afganistan.

  Við á Vesturlöndum eigum að eiga samskipti við Arabaheiminn
fyrst og fremst á viðskiptagrundvelli, þar sem gagnkvæmt jafn-
ræði og virðing ríkir.  Á þann eina hátt verður bilið milli hina
ólíku menningarheima brúað....

  Allt annað er rugl !
 

 
mbl.is Talíbanar ráðast að þýska hernum í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef herir Vesturlanda fara frá Afganistan munu Talibanar taka völdin í sínar hendur og ný miðalda- og ógnarstjórn taka þar völdin aftur.  Talibanar og Al-Qaida munu þú lýsa yfir sigri sem mun hleypa eldmóði í þá og hvetja þú til dáða til að breiða út "fagnaðarerindið" um Íslamskt stjórnarfar og Sharíalög með þeirri einu aðferð sem þeir þekkja; hryðjuverkum gegn þeim sem ekki játast boðskap þeirra.  Findist þér þessi veruleiki vera í lagi, Guðmundur???

Heldur þú að við Vesturlandamenn getum haft samskipti við menningarheim sem lítur á okkur sem óæðri og vantrú ??? 

Svari nú hver fyrir sig og komið nú ekki með klisjuna um að við á Vesturlöndum höfum alltaf verið svo vond við aumingja múslímaríkin að við eigum bara skilið að þeir verði vondir við okkur á móti.

Guðmann Ármannsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í raun hefur EKKERT breyst í Afganistan. Núverandi forseti og
ríkisstjórn er GJÖRSPILLT og ræður ekki við neitt. Eða réttara sagt
VILL EKKI RÁÐA VIÐ NEITT. Þetta er argasta miðalda afturhaldsstjórn sem stefnir að því að koma á Sharíalögum. Opíum-
framleiðslan blómastrar ALDREI sem fyrr. Talibanisminn er allstaðar
grasserandi.  Og við þessa Talibana-andskota villt þú styðja Guðmann.

Nei, við Vesturlandabúar höfum fullt í fangngi með því að verjast
íslamista-öfgaplágunni í okkar eigin heimi. Stöndum frekar vaktina
þar fyrst, og verjumst henni í okkar EIGIN HEIMKYNNUM, áður
en við förum að álpast í vonlaust íslamistafenið í Austurlöndum.

  Meðan við getum ekki eða viljum ekki reka  illt út úr heimkynnum okkar þá er út í hött að við getum það frekar annars staðar...

  Enda sjáum við árangurinn í Írak og nú í Afganistan.    

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Okkar framlag til starfsins í Afganistan er sem betur fer ekki hernaðarlega heldur þá er um stjórn flugvallarins að ræða sem og uppbyggingarstarf í einhverju héröðum sem m.a. felur í sér að rafvæða með litlum vatnsvirkjunum. En ég er sammála þér að okkar starf ætti mun meira fylgi ef við kæmum inn í þessi mál þega öllum hernaði er lokið. Og eins að þessi borgarastríð leysast ekki nema um síðir þegar að menn fara að ræða saman fyrir alvöru án afskipta annarra. Það er t.d. nokkuð ljóst að þeir samningar milli ólíkra ættflokka/trúarhóppa sem þeir voru neyddir til að gera, halda ekki vatni. Og fólk verður varla neytt til samninga því þeir halda sjaldan. Menn verða að sjá sér hag í þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Afghanistan var rétt stríð iraq ekki og hættu núna að sleika upp ísland-palestínu vini þína

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.3.2008 kl. 22:18

5 identicon

Afganistan er ekki hluti af "arabaheiminum" kjánaprikið þitt

zhongnanhai (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband