Þorsteinn Pálsson vill breyta stjórnarskránni strax !


   Evrópusambandssinnin Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins
skrifar leiðara þess í dag. Þar bendir hann réttilega á að til þess
að ganga í ESB þurfi að breyta stjórnarskránni. Fullveldisafsalið sé
það míkið. Þess vegna þurfi að gera það á þessu kjörtímabili, því að
breytingin kallar á samþykki tveggna þinga  með kosningum á milli.

  Bersýnlegt er að Evrópusambandssinnar ætla að beita öllum brögð-
um til að koma  Íslandi inni í ESB sem fyrst. Þótt öll rök mæla á móti
því sem taka tillit til  ÞJÓÐARHAGSMUNA. Þannig hefur Samfylkingin
sem Þorsteinn hvatti svo til að yrði tekin í ríkisstjórnina, þegar lagt
fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni í þessu augnamiði.

  Ljóst er að ritstjóri Fréttablaðsins og fleiri ESB-sinnar eru farnir
að ókyrrast um þessa breytingu á stjórnarskránni. Þetta þing er
senn liðið og þá bara tvö eftir ef ríkisstjórnin lafir út kjörtímabilið.
Ef hins vegar er eitthvað að marka yfirlýsingar þingamanna um
afstöðu þeirra gagnvart aðild Íslands að ESB, þá  liggur fyrir að
mikill meirihluti Alþings er andvígur slíkri aðild í dag.

  Því er afar mikilvægt að sá þingmeirihluti komi í veg fyrir tilraunir
ESB-sinna að liðka fyrir aðild að ESB hvað þetta varðar. Sá þing-
maður sem í hjarta sínu í dag er andvigur því að Ísland undir-
gangist Brussel-valdið og gerist aðili að ESB fer ekki að greiða
fyrir því að svo verði. Eða hvað ?

  Látum því drauma Þorsteins Pálssonar og annara ESB-sinna um
breytingar á stjórnarskránni hvað þetta varðar vera draumóra
áfram!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég tek undir þetta sjónarmið Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.3.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband