Leyniþjónustur sanna gildi sitt


  Réttarhöldin í Bretlandi í dag þar sem átta menn eru
sakaðir um að hafa ætlað að sprengja flugvélar í loft
upp milli Evrópu og Bandaríkjanna sýna og sanna
enn einu sinni gildi og kost þess að ríki hafi á að skipa
öflugum greiningardeildum og leyniþjónustum. Á undan-
förnum árum hefur starf slíkrar löggæslu bjargað þúsund-
um borgara frá tortýmingu allskyns hryðjuverkahópa.

  Það er mikill miskilningur einkum meðal róttækra vinstri-
sinna hérlendis að Ísland sé eitthvað öðruvísi  í sveit sett
hvað ógn af allskyns  glæpalýð varðar. Þvert á móti er ógn-
in sú sama og í okkar nágrannalöndum.

   Efling greiningardeildar lögreglu er því gott mál svo langt
sem hún nær.  Fullkomin leyniþjónusta eins og hún gerist
best meðal okkar helstu nágrannaþjóða hlýtur hins vegar
að vera takmarkið!

   Því fyrr, því betra !!!

 
mbl.is Sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Gautason

Nennirðu að benda mér á fleiri dæmi þar sem komið hefur verið í veg fyrir hryðjuverk með leyniþjónustu?

Þetta er heimskuleg apparöt sem gleypa almannafé, frekar nota þetta í eitthvað gáfulegt. 

Kári Gautason, 5.4.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband