Annað dæmi um ESB-væðingu á utanríkisstefnu Íslands
5.4.2008 | 00:19
Sem kunugt er gerðist Ísland aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins
á dögunum varðandi mannréttindabrotin í Tíbet. Vakti það furðu, því
enn er Ísland ekki gengið í ESB. Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð hefði
rödd Íslands mátt heyrast í samfélagi þjóðanna varðandi þá þjóðar-
kúgun sem Tíbetar þurfa að þola af kinverskum stjórnvöldum. Það
eina sem kom frá utanríkisráðherra var að Tíbet væri óaðskiljanlegur
hluti af Kína. Fáránleg yfirlýsing í ljósi þess að í Tíbet býr sérstök þjóð,
gagnstætt t.d í Kosovo sem sami utanríkisráðherra sá ástæðu til að við-
urkenna sem fullvalda ríki fyrir nokkru, þótt það sé hérað innan Serbíu.
Nú kemur upp annað dæmi varðandi ESB-væðingu á utanríkisstefnu
Íslands. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins er þess getið að Ísland
hafi gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem kosning-
unum í Taívan 22 mars er fagnað, en jafnframt bent á að Taívan sé
hluti að Kína, og lýst yfir stuðningi við friðsamlega lausn deilunnar um
Taívan.
Það vekur athygli að þetta er annað dæmið með stuttu millibili sem
Ísland bindir sig við viljayfirlýsingu ESB um alþjóðleg deilumál.
Hefur orðið grundvallarbreyting á utanríkisstefnu Íslands? Hvers
vegna er Ísland allt í einu orðið fylgiríki ESB í viðkvæmum alþjóðlegum
deilumálum sbr. yfirlýsingarnar um Tebet og nú Taívan? Á ekki full-
valda og sjálfstætt ríki eins og Ísland að reka sjálfstæða utanríkis-
stefnu? Eða er þetta kannski einn liður af mörgum í áformum utanríkis-
ráðherra að tengja Ísland meir og meir Evrópusambandinu og mið-
stjórnarvaldi þess í Brussel?
Er þetta gert með samþykki Sjálfstæðisflokksins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Það er löngu ljóst að virðing Samfylkingar við þjóðina og skiptar skoðanir um aðild að sambandsríki Evrópu, er engin og hvert tækifæri notað við stjórnvölinn til þess að útbreiða skoðun þess flokks þess efnis.
Í raun jaðrar það við offar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.4.2008 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.