Norðmenn hafa áhuga á myntsamstarfi


   Þingmaður norska Framfaraflokksins hefur sent fyrirspurn
til norska fjármálaráðherrans um hvaða kostir og gallar það
hefðu fyrir Íslendinga og Norðmenn að binda íslenzku krónuna
við þá norsku. Mun fjármálaráðherrann þurfa að svara fyrir-
spurninni innan viku. Mbl. greindi frá þessu í gær.

  Þar kom m.a fram að umræddur þingmaður Gjermund Hage-
sæter segir að málið hafi komið til umræðu á fundi EFTA í Bruss-
el á mánudaginn var. Á fundinum hefðu verið sex norskir þing-
menn og þrír íslenzkir og þar hafi þetta komið til umræðu. Hafi
Íslendingarnir sýnt þessu áhuga skv frétt Bergens Tidende.

  Vert er að skoða þessa hugmynd ekki síður en aðrar. Pen-
ingastefnan er komin í gjaldþrot og gjörsamlega út í hött
að hafa minnstu mynt heims algjörlega FLJÓTANDI fyrir
veðri og vindum á þeim ólgusjó sem nú ríkir á alþjóðlegum
peningamörkuðum.

  Yrði mun skynsamlegri leið en að taka hundruði milljaraða
lán til bjargar peningarkerfinu eins og formaður Samfylking-
arinnar hefur talað um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband