Landbúnaðarráðherra á hálum ís


  Einar K  Guðfinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra
er vægast sagt á hálum ís að boða frumvarp þess efnis að
flytja inn hrátt kjöt. Það er sama hvar komið er niðurá hjá
þessari ríkisstjórn. Á öllum sviðum á að skapa upplausn og
óvissuástand.

  Frumvarpsáform  landbúnaðarráðherra  koma  neytendum
EKKERT til góðða hvað verðlag varðar. Tollar verða eftir sem
áður óbreyttir. Hins vergar eykst framboð. Sem þýðir skert
kjör bænda sem ekki eru til að hrópa húrra fyrir. Alvarlegast
í þessu er þó að með innfluttingi á hráu kjöti stóreykst öll
smithætta af allkyns búfjársjúkdómum sem við höfum bless-
unarlega verið lausir við hingað til.

  Landbúnaðarráðherra er hér því á miklum hálum ís sem hann
hefur látið Samfylkinguna mana sig út á.

  Alþingi á hins vegar  eftir að  samþykkja málið... 

  Vonandi að áformunum þar verði vísað frá !
mbl.is Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Er algjörlega mótfalinn innflutningi á hrámeti.Við bjóðum heim alls konar  búfjársjúkdómum eins og þú réttilega nefnir.Þá skerðir þessi aðgerð kjör bænda stórlega.Ég held að ekki þurfi að mana íhaldið,þar sem hagnaðarvon kaupmanna er annars vegar.

Kristján Pétursson, 5.4.2008 kl. 22:23

2 identicon

Ég bjó í Hollandi í mörg ár, man ekki eftir að sérstakir búfjársjúkdómar hafi verið að sliga landbúnaðinn þar. Man meira eftir að kílóið af kjúklingabringunum kostaði 350 kall.

Rúnar Óskarsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Jón

þú hefur greinilega ekki verið bóndi í Hollandi

Það er gífurleg lyfjanotkun í landbúnaði þar 

Ég hef komið inn svínabú í Hollandi og bóndinn var með 4 tonn af fúkkalyfjum í 50 kílóa pokum sem hann hrærði í fóðrið 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Ein dellan enn hér á ferð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.4.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég las einhversstaðar að þetta væri allt samkvæmt bókinni  þ.e. EB-bókinni

Sigurður Þórðarson, 6.4.2008 kl. 00:47

6 identicon

EB-bókar blabla. Það er ekki til nógu margt fólk til að fylgja öllum lögunum í milljónaþjóðum. Ég bjó í evrópu árum saman og var með blómabúð þegar evran og evrulögin komu, með opnum landamærum. Það hækkaði ALLT í verði yfir nótt. Ég lokaði búðinni. Gat ekki selt blóm á fáránlegu verði. Phohh, það eru þykkar bækur fullar af evrópulögum, sem fáir hafa lesið, nema lögfræðingarnir sem eru að drukkna í málaferlum.. Það er allt að fara úr böndum í landamærafrelsinu. Hér og þar...Engin stjórn á smigli og svikum,,, og það eru bændur í milljónatali, um alla evrópu. Þeir nota allir hormóna og fúkkalif í stórum stíl. Annars vaxa dýrin of hægt. Rísikó á afföllum minka. Samt kom Jacobs-veikin í beljurnar (fékk ógeð á nautakjöti) og nokkrir dóu.. Nokkru síðar kom svínapest hér og þar, og nokkrir dóu (fékk ógeð á svínakjöti), síðan kom fuglaflensan (bæbæ kjúklingar) og verst af öllu er rotið-kjöt-skandallinn sem virðist engann endi taka. Heilu gámarnir af útrunnu kjöti sem er smiglað úr landi,,, inní land. Þökkum fyrir íslenska framleiðslu og þau gæði sem við höfum. Eftir að ég flutti heim forðast ég allt sem er innflutt, ef ég hef val. Ef við göngum í evrópuráðið verðum við bara að smáþorpi í stórum grautarpotti. Viljum við það?

anna (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband