Kratar útiloka myntsamstarf við Norðmenn
6.4.2008 | 17:50
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Þórólfur Matthíasson
prófessor við Háskola Ísland leggur til í grein í norska við-
skiptablaðinu Dagens Næringsliv, að ríkisstjórnir Íslands og
Noregs skipi sem fyrst nefndir til að kanna kosti þess og galla
að taka upp myntsamstarf. Hann bendir á að hagsmunir þjóð-
anna fari saman, og telur að hægt sé að binda íslenzku krón-
una við þá norsku á skömmum tíma, aðeins þurfi samkomulag
milli ríkjanna um það. Þórólfur gerir ráð fyrir að Norðmenn
myndu viðja náið samstarf á milli ríkjanna, jafnvel sameiningu
bankaeftirlits og fjármálaeftirlits landanna vegna þess að þeir
væru þá óbeint að tryggja heilbrigði íslenzku bankanna. Þá
bendir Þórólfur á þá mikilvægu staðreynd að Norðmenn eiga
geysilega stóra gjaldeyrisvarasjóði. Það er enginn sem reynir
að gera áhlup á þá til að fella gengið á norsku krónunni.
Þetta er afar sterkt innlegg inn í íslenzka peningamálastefnu.
Fram kemur í Fréttablaðinu að Árni Matthíesen fjármálaráðherra
útilokar þetta ekki. Sama segir Steingrímur J, og Guðni Ágústs-
son. - Hins vegat vekur furðu að Gunnar Svavarsson þingmaður
Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganendar, TELUR ÞAÐ EKKI
KOMA TIL GREINA.
Það er orðið með hreinum ólíkindum hvað Samfylkingin er
orðin mikill hemill á alla framþróun íslenzks samfélags. Sama
hvar borið er niður. Því ekkert er eins mikið aðkallandi í dag
en að gjörbreyta peningastefnunni, með það að markmiði að
ná niður verðbólgu og vöxtum. Til þess þarf grundvallarbreyt-
ingu í gengismálum. Samvinna við Norðmenn um náið mynt-
samstarf virðist þar mjög álítlegur kostur.
Ef þingmeirihluti er fyrir myntsamstarfi við Norðmenn á að
láta á hann reyna þegar í stað!
Samfylkingin getur ekki haldið þjóðinni í gíslingu lengur
hvað þessi mál varðar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gat nú ekki séð að Gunnar hafnaði þessu. Eins og kemur fram í svörunum taldi hann að þetta kæmi ekki til greina. En hann hafnaði þessu ekki þar sem hann fagnaði umræðunni:
En eins og Árni segir erum við þá áfram á litlu myntsvæði nema að nú yrðum við við bundin efnahagsástandinu í Noregi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2008 kl. 18:26
Magnús. Hér er verið að tala um að bindast noskri krónu með ákveðum frávikum til 6-7 ára en EKKI taka um norska krónu.
Á þessu er GRUNDVALLARMUNUR miðað við að TAKA UPP evru
eins og þið kratar leggið til. Þá yrðum við komnir inn í myntkerfi sem
við höfum ENGA stjórn á eða getum bakkð út úr ef evran reynist
okkur illa. Hins vegar getum við alltf bakkað út úr myntsamstarfinu
við Norðmenn og getum auk þess samið við þá milliðliðalaust um
ótal mál þessu tengt Á OKKAR FORSENDUM.
Þess vegna eigum við Magnús að prófa þessa leið fyrst áður
en við tökum þá afdrífaríku ákvörun að taka upp allt aðra mynt
sem stjórnast af ALLT ÖÐRU en efnahagsástandinu á Íslandi.
Finnst það liggja í augum uppi!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.4.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.