Duglaus ríkisstjórn og innantómir fundir


   Auđvitađ á ríkisstjórnin ađ koma til móts viđ ALLAN ALMENNING
í landinu  og lćkka  skatta á olíu- og bensínverđi TÍMABUNDIĐ.
Íslendingar eru ein mesta  bílaţjóđ  heims, og  ţví  kemur hátt
verđ á eldsneyti  afar hart  viđ íslenzkan  almenning. Hérlendis 
eru t.d engar lestarsamgöngur svo dćmi sé tekiđ. Ţá myndi slík
lćkkun hafa jákvćđ áhrif til lćkkunar veđbólgu, sem er ekki van-
ţörf á.

  Ţví eru innantómir fundir fjármála-og samgönguráđherra međ
atvinnubílsstjórum mikil  vonbrigđi, og sýnir bćđi dugleysi og
skilningsleysi ţessarar  ríkisstjórnar. Kemur vćntanlega vel á
vondann  ţegar  samgönguráđherra Samfylkingarinnar ţarf nú
ađ fást viđ  reglugerđarfarganiđ  frá Brussel um hvíldartíma at-
vinnubílstjóra. Enn eitt dćmiđ  um  rugliđ  sem ţađan kemur og
sem tekur EKKERT tillit til  íslenzkra ađstćđna. Í slíkum  tilvikum
á alls ekki ađ fara eftir slíku RUGLI. Reglur sem eru ÓFRAMKVĆM-
ANLEGAR í tilteknu umhverfi á ađ sjálfsögđu ekki ađ framkvćma.

   Ţađ segir sig sjálft!

 
mbl.is Innantómur fundur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţórir Hrafn Gunnarsson

Heill og sćll,

Ţú getur e.t.v. sagt mér hvađ nákvćmlega viđ reglur um hvíldartíma atvinnubílstjóra er "óframkvćmdanlegt´" á Íslandi?

Ţađ er fariđ vel yfir hvađ felst í ţeim hérna:

http://www.sveinni.blog.is/blog/sveinni/entry/495417/

Ég biđ ţig ađ halda hástöfum í lágmarki í svarinu.

Kveđjur :)

Ţórir Hrafn Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Guđmundur Jónas Kristjánsson

Ţórir. Íslenzka vegakerfiđ er eins og sveitarvegir á ESB-svćđinu. Ţegar viđkomandi atvinnubílstjóri hefur ekiđ svo og svo marga
klst verđur hann ađ stöđva sinn bíl og taka ákveđnan hvíldartíma.
Á vegum ESB-svćđisins eru ótal slík stoppsvćđi viđ vegina en
hérlendis engin. Ţá eru veđurfarsađstćđu hérlendis allt ađrar en
á ESB-svćđinu sem geta gjörbreytt akstursáćtlun. M.a af ţessum
ástćđum er ESB-regluverkiđ óframkvćmanlegt á Íslandi. TAKA EKKERT tillit til íslenzkra ađstćđna og eiga ţví alls ekki ađ fram-
kvćma hér á Íslandi. - Svo einfalt er ţađ !

Guđmundur Jónas Kristjánsson, 8.4.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

´Guđmundur ef ţú hefđir lesiđ tengilinn sem hann benti á ţá er ţetta nú vel skýrt út. Ef menn sökum ófćrđar fara fram yfri 4,5 klst í akstri ţá skrifa ţeir skýringu á aksturskífun eđa útprentun úr akstursmćli og ţá er ţetta ekkert mál. Eins ţá meiga menn skipta ţessum 45 mínútum upp í ţrennt og stoppa í 15 mínútur. Ţeir  geta keyrt í a.m.k 9 stundir sem ţýđir vinnu upp kannski 13 tíma. Finnst ţetta nú ekkert svakalegt.

Ţetta ákvćđi er samsvarandi ákvćđi í vinnulöggjöf sem segir til um ađ starfsmenn mega ekki vinna meira en 13 tíma á sólarhring og eiga samfelda hvíld í 11 tíma.

Ţetta ákvćđi var sett hér eins og annarstađar vegna vinnuverndar og öryggis í umferđinni. Hvet ţig til ađ lesa tengilinn sem er í athugasemdinni hér ađ ofan. Og ţađ sem ţar er skrifađ í athugasemdum.

Ţađ má ekki gleyma ađ flestir bílstjórar hér á landi eru ekki sjálfstćtt starfandi heldur eru launţegar og ţá ţarf ađ vernda.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.4.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Guđmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Veit ekki betur en samgönguráđherra hafđ tekiđ vel í
umkvartanir atvinnubílstjóra hvađ ţetta og ýmislegt fleira varđar sem ţeir eru ósáttir međ, og hefur samgönguráđherra sagt fara utan innan skams og beita sér fyrir UNDANŢÁGUM gagnvart ţessari reglugerđ.  Ţannig ađ sjálfur samgönguráđherra hefur
fallist á rök atvinnubílstjóra um ađ hún samrýmist ekki íslenzkum
ađstćđum. Og ţađ er kjarni málsins. 

Guđmundur Jónas Kristjánsson, 8.4.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Samgönguráđherra sagđist ćtla ađ kanna möguleika á undaţágum. Talađi um upp í 5 tíma. EN í ţessari grein sem ég var vísa í talar ökukennari sem telur ađ ţessar reglur séu nauđsynlegar sérstaklega hér á landi ţar sem eru ţröngir vegir, ţar vill mađur ekki mćta ofurţreyttum ökumanni á 30 tonna ferlíki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.4.2008 kl. 17:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband