Peningastefnan murkar lífið úr þjóðinni !


   Peningastefna Seðlabankans er gjaldþota! Ríkisstjórnin
ber pólitíska ábyrgð á gjaldþroti peningastefnu Seðlabank-
ans.  Hversu lengi enn á vitleysan að halda áfram? Þangað
til atvinnulífið á Íslandi hefur endalega verið keyrt í þrot
vegna himinhárra okurvaxta og flöktandi gengis ?

  Er enginn með viti lengur í Seðlabankanum eða ríkisstjórn?
Hvers vegna er peningastefnunni ekki gjörbreytt?  Og það
ÞEGAR Í STAÐ!

  Þórólfur Matthíasson prófessor við Háskóla Ísland hefur
m.a bent á afar skynsamlega leið í gengismálum sbr. Frétta-
blaðið um helgina. Að tekin verði upp myntsamstarf t.d við
Norðmenn, sem búa við sterkt gengi og dygra gjaldeyris-
varasjóði í tengslum við olíusjóðinn norska. Slíkt samstarf
yrði hægt að koma á fót á skömmum tíma, og gæti náð til
margra þátta. Binding krónunar við þá norsku með ákveðum
frávíkum myndi koma strax stöðugleika á gengið, sem myndi
strax minnka verðbólgu og stórlækka vexti.

  Hvers vegna í ósköpunum er þetta ekki rætt og skoðað í
dag? Á meðan blæðir  almenningur  og  atvinnulíf ! Hvers
vegna er hinni TILGANGSLAUSU vitleysu enn haldið áfram?
Skilja menn enn ekki að það er GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT
að vera með minnsta gjaldmiðil heims algjörlega FLJÓTANDI
og berskjaldaðan í ólgusjó alþjóðlegra peningamála í dag?
Meir að segja stærsti gjaldmiðill heims, USA-dollar hefur
hríðfallið.

  Í gær hækkuðu stýrivextir í 15.5%. VIÐ ÞAÐ FELL GENGIР!

  Ruglið er ALGJÖRT!

  Er enginn mannlegur máttur sem getur komið vitinu fyrir
ALLA seðlabankastjóranna  og ráðherra ríkisstjórnarinnar?

  Er það algjörlega vita-vonlaust ?

  Eða á algjörlega að murka lífið úr þjóðinni ?
mbl.is Evruvæðing atvinnulífs metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta er með ólíkindum Guðmundur, hreinum ólíkindum og sitjandi stjórnvöld þykjast ekkert þurfa að gera við þessar aðstæður, bara ekkert.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.4.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband