Frjálslyndir eiga hrós skilið !


   Þingflokkur Frjálslynda flokksins ályktaði nýlega um efnahags-
vandann og ESB.  Í Evrópumálum segir að aðild að ESB komi
ekki til greina við núverandi reglur  þess í sjávarútvegsmálum.
Þá er víkið að einu grundvallaratriði sem  ESB-sinnar loka alveg
augum fyrir og sem hér hefur oft verið fjallað um. En í ályktunni
segir varðandi aðild Íslands að ESB.

  ,, Reglur Evrópusambandsins gera ráð fyrir  því  að  stofnanir
þess ráði ákvörðun  um nýtingu  einstakra  fiskistofna og fari
með samninga við erlend  ríki um  veiðar úr þeim. ENGIN TÖK
VERÐA Á ÞVÍ AР TAKMARKA FJÁRFESTINGAR  ERLENDRA AÐILA
Í ÍSLENSKUM SJÁRVARÚTVEGSFYRIRTÆKJUM SEM ÞANNIG MYNDU
GETA KOMIST YFIR FORRÆÐI VEIÐIHEIMILDANNA".

   Þetta er lofsverð ályktun hjá Frjálslyndum og einmitt í anda
þess sem  hér hefur verið varað við. Með inngöngu í ESB fer
kvótinn á Íslandsmiðum nánast á markaðsuppboð innan ESB
með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð.

   Hafi Frjálslyndir þökk fyrir skýra afstöðu í þessu stórmáli !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála Guðmundi.

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband