Ranghugmyndir framkvæmdastj.S.A um evru.


   Það er vægast  sagt með  ólíkindum  hvað  háttsettir menn í
atvinnulífinu leyfa  sér að bera  á borð fyrir þjóðina. Stakstein-
ar Mbl. fjalla  um það í gær  og  tiltaka  Vilhjálm Egilsson fram-
kvæmdastjóra atvinnulífsins þar sem dæmi. Spyrja Staksteinar
hvort hann ,,trúi  því  að  allt verði gott á Íslandi ef við tökum
upp evru í  viðskiptum  okkar  í  milli þótt forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir
með afgerandi  hætti í samtali við forsætisráðherra Íslands fyrir
nokkru".  -  En sem kunnugt er hyggst Samtök atvinnulífsins
skoða þann möguleika að atvinnulífið taki einhliða upp evru.

  Í fréttum Rúv í kvöld sagði Jón Þór Sturluson, hagfræðingur við
Háskólann í Reykjavík að við værum í enn verri stöðu en við erum
í dag - ef við myndum taka upp evru í viðskiptalífinu og hættum
að nota krónuna. Slíkt tvöfalt myntkerfi gengi ekki upp.

  Að lokum er enn og aftur ástæða til að vekja athygli á skoðunum
Þórólfs Matthíassonar prófessors í Fréttablaðinu um s.l helgi að
raunhæt væri að skoða myntsamstarf við Norðmenn, og sem hér
hefur verið fjallað um í pistlum undanfarið.

  Hvers vegna leggur ekki Vilhjálmur Egilsson til slíka lausn sem er
mun raunhæfari og árangursríkari ? Eða getur ástæðan verið sú
sem Staksteinar segja í lokin?  En þara segir:

  ,, Sennilega er það sambýlið við Samtök iðnaðarins sem eru svona
smitandi!".

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já þetta er stórskringilegt  ástand og málflutiningur manna ber keim af þröngri sýn á afmarkaða hagsmuni að sjá má.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er ekki bara einræðið að koma í ljós hægt og sígandi?

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hver er "Egill Vilhjálmsson"? Mér heyrist líka að það séu allir í raun sem eru farnir að tala um að taka upp evru. Bendi á Þorvald Gylfason í Silfrinu, Jón Magnússon, Edda Rós vildi ekki taka afstöðu en formaður Samtaka Iðnaðarins segir að þeir hafi talað fyrir þessu í mörg ár.

Þorvaldur hvatti til þess að Ríkisstjórnin lýsti því yfir starx á morgun að  hún mundi hefja undirbúining að umsókn um aðild að ESB og mynntbandalagi ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.4.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Vísa til bloggs mín hér á eftir, myntsamstarf við Norðmenn
sem ég tel fljótvirkustu og raunhæfustu laiðina í efnahagsmálunum
í dag.  Er búinn að leiðrétta nafnið Egil Vilhjálmsson. Takk fyrir
ábendinguna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband