Íslenzk og norsk króna í myntsamstarf !


  Til að leysa gengisflöktið, verðbólguna, vaxtaorkrið og koma
á stöðugleika  í efnahagsmálum, á sem fljótvirkastan og ódýr-
astan hátt, er m.a ein leið til. Og hún er sú að taka  upp mynt-
samstarf  við  Norðmenn. Á þessa leið hefur virtur próffessor
við H.Í bent á fyrir skömmu. Þetta samstarf væri hægt að koma
á mjög fljótlega, ef pólitískur vilji væri til þess meðal stjórnvalda
á Íslandi og í Noregi. Bæði löndin hafa á mörgum sviðum sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta, og gæti slíkt samstarf orðið víð-
tækara á fjármálasviðinu en sem tæki til gengismála. Þannig
myndi bankakerfið strax njóta góðs af þessu með stórauknu
trausti á alþjóðlegum peningamörkuðum, auk þess sem Seðla-
bankinn þyrfti ekki að taka rísastórt og dýrt erlent lán til að
stækka gjaldeyrisforðann. 

   Norsk króna er sterk og stöðug. Hún er varinn fyrir allri
spákaupmennsku utanfrá. Gjaldeyrisforðinn með hinn sterka
norska olíusjóð að baka gerir það að verkum. Íslenzka krónan
yrði tengd hinni norsku með ákveðum frávikum. Þar sem um
myntsamstarf er að ræða er alltaf hægt að endurskoða það
á vissum tímum með hliðsjón á efnahagsástandi á hverjum
tíma. Það er megin kosturinn við það en að taka alfarið upp
erlenda mynt, sem við hefðum í fyrsta lagi ENGIN áhrif á, og
sem í öðru lagi myndi EKKERT tillit taka til efnahagsástand-
sins á Íslandi.   Auk þess yrði ekki aftur snúið værum við
komnir með slíka erlenda mynt.

  Hvers vegna ekki að reyna þessa leið NÚNA ? Hún myndi
virka strax NÚNA gagnvart þeim efnahagsvanda sem við
er að fást NÚNA!  Upptöku evru og innganga í ESB er hins
vegar margra ára ferli, sem leysir engan vanada NÚNA!

  Er það ekki NÚIÐ fyrst og fremst og nánasta framtíð sem
skiptir höfuðmáli ?

 Því ekki að gera þessa tilraun?

 N Ú N A !!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heldur þú að Norðmenn væru tilbúnir að hætta olíusjóðum sínum til að bjarga okkur núna þegar efnahagsástandið hjá okkur er eins og það er? Efast um að þeir sjái sér hag í þessu!

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.4.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þetta er ekki spurning hvort Norðmenn eru reiðubúinir til
að hætta einu né neinu. Þetta er spurning um GAGNKVÆMT sam-
starf báðum í hag. Lestu það sem próffessor Þórólfur Matthíasson
sagði um þetta í Fréttablaðinu á síðustu helgi. Bara það Magnús að
tengja ísl.krónuna við þá norsku skapaðast STÖÐUGLEIKI í gjald-
eyrismálum frumforsenda lækkunar verðbólgu og vaxata. Svo ein-
falt er nú það. Þá er öll spámennska og aðför að krónunni úr
sögunni sem myndi  gjörbreyta rekstrarumhverfi bankanna og
byggja upp TRAUST á alþjóðlegum peningamörkuðum.

Hvers vegna ekki að láta reyna á þetta?  Það drepur engann.
Eða er það? 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2008 kl. 17:33

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

Það eru; svona auðmjúkar yfirvalda undirtyllur, eins og Magnús Helgi og Kristinn Haukur, sem eru þjóðveldi okkar skeinuhættastir, Guðmundur.

Snápar; hverjir skríða fyrir ómennsku Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, má kalla land- sem þjóðlera - lítilsiglda og aumkunarverða, í smæð sinni.

Það er okkur til mikils varnaðar; að gæta að þeim illfyglum, hver vilja koma Íslandi undir ok Fjórða ríkisins, á Brussel völlum.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband