Efnahagskreppa í ESB og á evrusvæðum


  Það  er mikill misskilningur að aðild að Evrópusambandinu og
upptaka evru sé einhvern lausn fyrir íslenzkt samfélag. Þvert
á móti má færa fyrir því ótal rök að besti kosturinn fyrir Ísland
sé einmitt að standa  utan ESB með sinn sjálfstæða gjaldmiðil
og þá í myntsamstarfi við t.d Norðmenn. 

  Í dag er í uppsiglingu mikill samdráttur innan ESB. Fasteigna-
markaðir eru þar að hrynja sbr. fréttir frá Írlandi, Spáni og Bret-
landi. Vegna allt of sterkrar evru á útflutningur margra landa
innan  ESB í erfiðleikum. Írar og Ítalir kvarta í dag sáran undan
sterkri evru, en Evrópski Seðlabankinn tekur EKKERT tillit til
efnahagsástands í einstöku ESB-ríkjum þegar hann ákveður
vexti og gengisþróun.

   Þetta gerir það að verkum að margir fjármálafræðingar eru
farnir að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála innan evru-
svæðisins ef samdrátturinn og kreppan á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum haldi áfram. - Menn greina starx í dag töluvert mis-
gengi innan norður-og suðurhluta evrusvæðisins. Aukist þetta
ójafnvægi gæti það hreinlega leitt til upplausnar á evrusvæðinu
með ófyrirsjáanlegum afleðingum. Myntbandalagið gæti orðið í
hættu, eins og raunar margir  spáðu í  upphafi  þess. Því það
gengur ekki til langframa að hafa eina ákveðna gengisskráningu
og vaxtastig fyrir fjölmörg mjög ólík hagkerfi eins og eru innan
ESB. Allra síst þegar að kreppir á aþjóðlegum fjármálamörkuðum
og heimsviðskiptum eins og er að gerast í dag.  Það hlýtur að
segja sig sjálft eins og nú er að koma á daginn.

  Á næstu mánuðum og misserum eiga því margir  evru- og ESB-
sinnar hér á landi eftir að verða fyrir miklum vonbrigum hvernig
hlutirnir koma til með að þróast innan ESB. Efnahagskreppan þar
er þegar byrjuð og á eftir að vaxa mjög á næstunni. 

  Þrátt fyrir litíð hagkerfi og smáa mynt mun Ísland - eða réttara
sagt VEGNA litils hagkerfis og sjálafstæðs gjaldmiðils mun Ísland
geta aðlagast á mun skemmri tíma alþjóðlegum fjármálasveiflum
en margir aðrir. En  til  þess þarf skörp og dugandi stjórnvöld sem
vita nákvæmlega það sem þarf að gera. - Ekki síst  varðandi gjör-
breytta peningastefnu í tengslum við myntsamstarf t.d gagnvart
norskri krónu. Því það gengur ekki lengur að hafa fljótandi gengi
í þeim ólgusjó sem nú ríkir í alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

   En því miður virðist núverandi ríkisstjórn vera helsti efnahags-
vandinn í dag.

  Hún virðist ekker ætla að gera!

  Ekkert af viti !


mbl.is Fasteignaverð á hraðri niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er líka kreppa í USA. Og fasteignaverð þar að hrapa. Það er alþjóðleg kreppa á fasteignamarkaði vegna stöðu bankana.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry tölvan var að stríða mér datt út í miðju. Það hefur alltaf verið mismunandi innan evrópu hvernig lönd standa. Þannig hefur það hentað löndum eins og Portúgal og Spáni illa þegar evran er há því þeir hafa tekjur af ferðamannaiðnaði.

Þannig eru löndin mismundandi. Bretar eru ekki með Evru en þeir eru í standandi vandræðum og er nú að funda með fleiri þjóðum í USA vegna sömu vandamála. Held að Evran eða evruleysi komi þessari stöðu bara ekkert við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já en Magnús. Við þetta bætist t.d óhagstætt gengi innan evru-
svæðisins gagnvart mörgum ríkjum þar varðandi útflutninginn.
Hátt gengi evru (óeðlilega hátt) rýrir samkeppnisstöðu margra
ESB-ríkja varðandi útflutning. Írar og Ítalir kvarta mikið
undan þessu, og sem varð m.a ítölsku stjórninni að falli núna,
því hagvöxtur er þar enginn.

Það er gjörsamlega út í hött og mun aldrei ganga upp að hafa
sama gengi og vaxtastig fyrir öll hin ólíku hagkerfi innan ríkja ESB.

Það sér hver heilvita maður !

M.a þess vegna höfum við þangað EKKERT að gera !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband