Hækkandi verðbólga á evrusvæðinu


   Í mars var verðbólga á ársgrundvelli  á evrusvæðinu tæp 4%.
Slík verðbólga  hefur ekki mælst  í heil 16 ár. Af ESB-ríkjum var
verðbólga hæðst  í Slóveníu tæp 7%. Verðbólgumarkmið Seðla-
banka Evrópu er undir 2%. Hagvaxtahorfur á evrusvæðinu hafa
versnað að  undanförnu og mikil og viðvarandi verðbólga dregur
úr líkum þess að stýrivextir verði lækkaðir. Aukið atvinnuleysi er
víða og nálgast t.d 6% á Íralndi. Mörg útflutningsfyrirtæki eiga
í erfiðleikum vegna  þess hversu gengi  evrunar  er hátt. Víða er
hrun á fasteignamörkuðum vegna  hinna  alþjóðlegu  fjármála-
kreppu og eiga margir bankar á evrusvæðinu í erfiðleikum. Margir
fjármálafræðingar óttast aukið misgengi á evrusvæðinu haldi hin
alþjóðlega fjármálakreppa áfram. Mun það geta reynt mjög á
sjálft myntsamstarfið á evrusvæðinu. En margir spáðu því í upp-
hafi evruvæðingarinnar að slíkt samstarf gengi ekki til lengdar
vegna mismunandi efnahagsástands í hinum ólíku ríkjum ESB. 
Ekki síst kæmi til samdráttar og þrengingar í hinum alþjóðlega
fjármálageira. - Sem nú virðist vera að ganga eftir.

   Skyldu evru-og ESB-sinnar hérlendis ekki þurfa að fara að setja
upp ESB-sólgleraugu ef fram heldur sem horfir ?

 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband