Utanríkisráðherra vanvirðir gróflega stjórnarsáttmálann !


   Í fréttum Sjónvarps  í kvöld sagði  utanríkisráðherra  að  ekkert
útilokaði  umsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. Þetta er þvert
á stjórnarsáttmálann. Og þetta er þvert á það sem vara-formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði í sömu frétt. Greinilegt er að utanríkisráð-
herra er að færa sig upp á skaftið í Evrópumálum í  ljósi skoðana-
könnunar sem hið ESB-sinnaða Fréttablað birti í gær.  Engu að síður
hlýtur það  að teljast alvarlegur hlutur þegar forystumaður annars
stjórnarflokksins  vanvirðir svo gróflega  stjórnarsáttmálann  með
jafn afgerandi hætti og þarna er gert.

  Greinilegt er að ESB-sinnar ætla að nota sér þær efnahagsþrenging-
ar sem steðja að þjóðinni málstað sínum til stuðnings. Því er mikilvægt
að þjóðin verði sem best upplýst um blekkingar ESB-sinna. Nú berast
einmitt ótal fréttir af því hversu evran og ESB-aðildin er að stórskaða
efnahag fjölmargra ESB-ríkja. Einkum þeirra sem hafa tekið upp evru.
Komið er í ljós að eitt og sama vaxtastígið og ein og sama gengsskrá-
ningin  á  evru-svæðinu gengur alls ekki upp. Til þess  er  efnahagur
hinna ýmsu ESB-ríkja allt of ólíkur. Ef fram heldur sem horfir gæti mynt-
samstarfið sprungið í loft upp ef  órói  og óstöðugleiki á alþjóðlegum
peningamörkuðum haldi áfram, sbr. hið ágæta Reykjavíkurbréf Mbl. í
gær.

  Hið mjög svo háa gengi evrunar í dag myndi stórskaða íslenzk út-
flutningsfyrirtæki ef Ísland væri á evrusvæðinu. Skaðinn yrði mun
meiri hér því Ísland er svo  háð útflutningi, sbr. ál og sjávarafurðir.
Hér væri því bullandi atvinnuleysi, eymd og kreppa hefðum við tekið
upp evru. Þá myndu hundraðir milljarðar vera í hættu ef útlendingar
fá að eiga þess kost að  kaupa hinn framseljanlega kvóta á Íslands-
miðum. - Allt bendir því til að efnahagslega myndu Íslendingar stór-
skaðast við það að ganga í ESB og taka upp evru.

   Blekkingaáróðri ESB-sinna með utanríkisráðherra í broddi fylkingar
Þarf því að stöðva!

   Því blekkingin er svo augljós og æpandi !!!
  

 


  
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Eins og talað út úr mínum huga Guðmundur, nákvæmlega þetta er sá tilgangur sem menn hyggjast nota og nýta í þessu sambandi.

hingað og ekki lengra !

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.4.2008 kl. 01:45

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu ef við tökum upp evru þá erum við bæði að selja og kaupa í evrum. Þá er væntanlega ekki um tap að ræða fyrir fyrirtæki að ræða þó að evran sé há. Hins vegar þegar við dag seljum erlendis þá græða fyrirtækin á hárri evru miðað við krónuna.

Það fer náttúrulega að bíta á fyrirtækjum í dag að borga 25% prósent vextir á yfirdráttum sem og 30% meira af erlendum lánum vegna gengis krónunar.

Held að þú þurfir ekki að hafa sérstakar áhyggjur af atvinnuleysi. Það hefur ekki verið nein sérstök tilhneiging til að atvinnleysi hafi aukist við inngöngu í ESB. Þau lönd þar sem atvinnleysi er mikið hafa búið við það löngu áður en þau gengu í ESB.

En annars minni ég á að varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Silfir Egils í dag/gær að hún teldi að fara ætti í að breyta stjórnarskránni þannig að við yrðum eftir þetta kjörtímabil tilbúin í viðræður um inngöngu í ESB. sbr frétt á eyjan.is

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.4.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Útflutningsfyrirtæki á evrusvæðinu sem selja til annara landa utan evrusvæðisisns vöru og þjónustu eru að lenda í miklum
vandræðum vegna hversu evran er há. Síðan veistu að innan ríkja
evrusvæðisins er mjög misjafnt efnahagsástand. Hjá sumum er
mikill samdráttur, öðrum jafnvægi og enn öðrum þokkanlegur hag-
vöxtur. Það segir sig sjálft að eitt gengi og eitt vaxtastig fyrir ÖLL
evru-löndin koma misjafnlega niður á þeim, sérstaklega nú þegar
aðkreppir í efnahagsmálum. Nánast föst hágengisstefna hér með
evru gengi ALDREI upp. Miklu skynsamlegra að fara t.d í mynt-
samstarf við Norðmenn en þá yrði gengið mun stöðugra, og
verðbólga og vextir myndi snar-lækka. Höfuðkosturinn við slíkt
myntsamstarf er að við gætum alltaf samið og hnikað til með
gengið innan vissra marka til að leiðrétta efnahagslegt ójafnvægi
í okkar þjóðarbúskap, sem við myndum ALLS EKKI geta gert
ef við tækjum upp erlenda mynt eins og evru. Við búum í allt
öðru  hagkerfii og allt aðrar sveiflur en flest önnur ESB-ríki þannig
að það er út í hött að múlbindast þeim í gengi og vöxtum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband