Vara-formaður Sjálfstæðisflokks vil greiða fyrir ESB-aðild



   Vara-formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
vill greiða fyrir undirbúningi að aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Hún styður ESB-sinna í því  að stjórnarskráin verði þannig breytt að
hún verði ekki í vegi fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins styður að sú breyting á stjórnarskránni
fari fram sem fyrst.

  Þetta er athyglisverð afstaða. Og getur ekki túlkast  annað en það að
vara-formaður Sjálfstæðisflokksins sé orðin ESB-sinni. Því væntan-
lega fer enginn  að greiða fyrir ESB-aðild sem í hjarta sínu er á móti
ESB-aðild. 

  Afstaða þingmanna til breytinnga á stjórnarskránni svo hún verði sem
mest ESB-væn þegar að stóru stundinni kemur er ekker annað en próf-
steinn á viðhorfi og afstöðu þeirra til ESB.  Það er ekki flóknari en það !
Þeir sem eru tilbúnir til meiriháttar  breytinga á stjórnarskránni varðandi 
fullveldisafsal svo Ísland geti gerst aðili að ESB eru í reynd að lýsa yfir
stuðningi við að Ísland sæki um aðild að ESB.

   Skyldi það vera tilviljun að þetta er sami vara-formaðurinn sem hvað
mest beitti sér fyrir myndun núverandi ríkisstjórnar þar sem eldheitum
ESB-sinnum var þar komið til vegs og virðingar ? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvenær er næsti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ?

Ætli flokkurinn hafi ekki hér með verið klofinn í tvennt ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Guðrún. Sjálfstæðisflokkurinn er þverklofinn í Evrópumálum! Fyrir
löngu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.4.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband