Enn einn sendifulltrúinn skipaður


    Ingibjörg  Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra  hefur skipað
enn einn sendifulltrúann. Í þessu tilviki sendifulltrúa í málefnum
Palestínuarabba. En Mahmud Abbas forseti  Palestínumanna
átti viðdvöl á Íslandi í gær.

  Nú er það svo að alltaf er göfugt að vilja stuðla að friði hvar sem
er í heiminum.  Hins vegar þarf raunsæið ætið að vera með í för
þegar um slíkt er að ræða, ekki síst ef um lítið land er að ræða
eins og Ísland.

  Fundur Abbas í gær með forseta og utanríkisráðherra bar óneit-
anlega keim af auglýsingu en raunsæi. Allir vita að vandamálin
fyrir botni Miðjarðarhafs eru trollvaxinn. Að þeim hafa fjölmargar
þjóðir komið, stórar sem smáar. Norðmenn komu á svokölluðu
friðarferli fyrir mörgum árum, sem rann fljótt út í sandinn. Mann-
afli Norðmanna við það ferli var gríðarlegur. Núverandi mannfjöldi
í utanríkisráðuneyti Ingibjargar Sólrúnar dyggði engan veginn
borið saman við allan þann sérfræðingahóp og samningamenn
sem Norðmenn tefldu fram á sínum tíma. En allt kom fyrir ekki !

  Skipan sérstaks sendifulltrúa í málefnum Palestínumanna ber
því fremur að skoða með táknrænum hætti en raunverulegu fram-
lagi til lausnar vandamálanna fyrir botni Miðjarðarhafs !

  Skilningur á slíkri skipan hefði orðið meiri hérlendis og jafnvel
verið hægt að gera slíkt trúverðugra fyrir alþjóð  ef á undan hafi
ekki farið meiriháttar bruðl utanríkisráðuneytisins í allskyns gælu-
verkefni og hégóma út og suður á undanförnum mánuðum og
misserum undir forystu Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir ! 

  Þanþolið í utanríkisþjónustunni  hlýtur nefnilega að gilda í þessu
eins og í flestu öðru ! 

  Þess vegna er þetta enn eitt ruglið !!

 


mbl.is Íslenskur sendifulltrúi í málefnum Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband