Varnarsamstarf við Breta ótímabært !


   Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, segir að Bretar
hafi áhuga á samstarfi um varnir Íslands, m.a með þátttöku í
loftrýmiseftirliti kringum Ísland.  Þetta kom fram á fundi hans
með Geir Haarde forsætisráðherra Íslands í gær. En sem kunn-
ugt er þá er búið að semja við Dani og Norðmenn um slíkt eftir-
lit, auk Frakka,  og verið er að semja við Kanadamenn um slíka
samvinnu. Þá hafa Þjóðverjar sýnt varnarsamstarfi við Ísland
áhuga, en því miður hafa íslenzk stjórnvöld ekki lokið þeim við-
ræðum.

  Samvinna á sviði öryggis- og varnarmála byggist alfarið á
100% trausti og vináttu. Er þjóð treystandi sem einu sinni
hefur hertekið Ísland, og þrívegis beitt því  hervaldi eftir
síðari heimstyrjöld ?   Verðskuldar slík þjóð 100% samstarf
á sviði öryggis- og varnarmála í dag ?  Þjóð sem berst gegn
Íslandi í dag varðandi  hvalveiðar, og  deilir við Ísland um
mikla hagsmuni varðandi yfirráð yfir sjávarbotninum á Hatton
Rockall svæðinu... 

  Má ekki varnarsamstarf við slíka þjóð bíða, alla vega enn um
sinn,   meðan árgreiningur milli þjóðanna hefur enn ekki verið
jafnaður ?

  Varnarsamstarf við slíka þjóð er allavega ótímabær !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Skil ekki hvaða nauðsyn knýr til þessa hamagangs nema ef vera kynni undirlægjuháttur vegna framboðs til Öryggisráðsins.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.4.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við erum nú í varnarsamstarfi við Breta nú þegar í gegnum Nató. Held að staðsetning þeirra það er að þeir Norðmenn Danir og ráða yfir hafsvæði sem liggur að okkar efnahagslögsögu geti auðveldað eftirlit úr lofti fyrir okkur. Það er það sem þessir samningar eru um. Þjóðir eins og frakkar og Þjóðverjar þyrftu aftur að hafa hér tímbundna aðstöðu til að sinna efirlist og varnarflugi fyrir okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.4.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit vel um það Magnús. Bretar eru í Nato eins og við með sínar
skuldbindingar. En hvers vegna sér-varnarsamningur við þá í
ljósi sögunar? Margir Íslendingar eru enn ekki búnir að fyrirgefa
Bretum hertökuna og þrjú þorskastríð t.d.  Og nú mikla andstöðu
þeirra gegn okkar hvalveðum og rétti okkar á Rockall svæðinu. 
Jú skal þá játa mig í hópi þeirra Íslendinga sem telja slíkt varnar-
samstarf við þjóð sem þnnig hefur hagð sér gegnum áratugina
gagvart okkur allavega ekki tímabæra.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.4.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband