Skrif Valgerðar furðuleg !
25.4.2008 | 13:39
Skrif Valgerðar Sverrisdóttir vara-formanns Framsóknarflokksins
í Mbl. í dag eru furðuleg. Þar ásakar hún Sjálfstæðisflokkinn um
að vera dragbítur í utanríkismálum eins og að Framsóknarflokkur-
inn hafi þar hvergi komið nálægt á annan áratug. Í Því sambandi
nefnir Valgerður Schengen samstarfið, framboð Íslands til Öryggis-
ráðsins, Kyoto og Evrópumálin.
Hvað varðar Schengen og Öryggisráðið þá var það fyrrverandi
ríkisstjórn sem illu heilli startaði þeim málum, þar sem Halldór
Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra barðist mjög fyrir því
að koma þeim í höfn. Hvort tveggna RUGL mál. Schengen er
mikill frjárhagslegur baggi á þjóðinni, og þjónar hvergi nærri
hlutverki sínu. Raunar þvert á móti, enda hafa ESB-eyþjóðirnar
Bretar og Írar ekki dottið í hug að gerast aðili að Schengen.
Sama má segja um Öryggisráðið. Meiriháttar fjárhagslegur baggi
á þjóðinni sem almenningur lítur á sem hégóma og sem muni
ekki koma tilmeð að skila sér að neinu leiti til hagsbóta fyrir ís-
lenzka þjóð. - Alveg dæmigert bruðl með opinbert fé.
Hvað er þá eftir af dragbíti Sjálfstæðisflokksins sem Valgerður
talar svo míkið um að hafi verið í utanríkismálum? Evrópumálin?
Í grein Valgerðar segir. ,, Margt bendir til þess að komast hefði
mátt hjá hluta þeirra erfiðleika sem við erum nú í varðandi efna-
hagsmál hefðum við verið í ESB og búin að taka upp evru."
Það var og! Ef þetta er helsti dragbíturinn í utanríkismálum að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til sagt nei við ESB og evru þá
er það afar góður dragbítur. - Furðulegt að vara-formaður Fram-
sóknarflokksins skuli tala með svona hætti um Evrópumál þvert
á stefnu Framsóknarflokksins í þeim málum, og þvert á viðhorf
formanns flokksins í þessu stórpólitíska hitamáli.
Athygli vakti að Valgerður Sverrisdóttir skrifar undir grein sína
sem alþingismaður, en ekki sem vara-formaður Framsóknarflokk-
sins. Enda skrif hennar og tal um Evrópumál að undanförnu þvert
á núverandi stefnu flokksins í þeim málum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.