Myntsamstarf við Norðmenn strax !


   Í ljósi síðustu frétta um óðaverðbólgu þrátt fyrir hæðstu
stýrivexti í heimi er ljóst að núverandi peningastefna ríkis-
stjórnar og Seðlabanka er gjaldþrota. Til að ná tökum á
ástandinu með fljótvirkustum hætti er að taka krónuna út
af gjaldheyrismörkuðum. Hefja þegar í stað viðræður við
Nprðmenn um myntsamstarf. Koma  þannig á varanlegum
stöðugleika á gengið, sem þegar í stað mun leiða til stór-
lækkandi verðbólgu og lækkun vaxta í kjölfarið.

  Prófessor Þórólfur Matthíasson hefur nefnt þetta sem
raunhæfan kost. Norðmenn eiga sterkustu mynt í heimi
í dag varða af norska olíusjóðnum. Með tengingu íslenzku
krónunar við þá norsku með ákveðnum frávikum er sá
stóri kostur umfram það að taka upp erlenda mynt, að
genginu má alltaf hnika til miðað við efnahagsástand á
Íslandi hverju sinni, sem við gætum alls ekki gert með
erlendan gjaldmiðil.

  Þetta  myntsamstarf gæti komast á innan nokkra mánaða
ef pólitískur vilji sé fyrir hendi, en það tæki hins vegar mörg
ár að taka upp t.d evru.

  Í ljósi þess að núverandi peningastefna er gjaldþrota er
allt til vinnandi að prófa myntsamstarf við Norðmenn.

  Það er engu að tapa.  Allt að vinna !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband