Breski sósíaldemókratisminn á undanhaldi


   Breski Verkamannaflokkurinn tapaði stórt í bæjar-og sveitar-
stjórnarkosningunum á Bretlandi, og er það ánægjuefni. Þannig
er breski sósíaldemókratisminn á Bretlandi á hröðu  undanhaldi.
Allt bendir því til að við næstu þingkosningar taki breski Íhalds-
flokkurinn við eftir langa stjórnarandstöðu.

  Áhrifanna munu ekki bara gæta innan Bretlands. Innan Íhalds-
flokksins gætir mikilla efasemda t.d um samrunaferlið allt innan
Evrópusambandsins, þannig að  Bretland er  örugglega  ekki á
leið inn á evrusvæðið næstu árin ef fram heldur sem horfir. 
Bretar munu í enn ríkara mæli standa á sínu.

  Vonandi að svipuð þróun sé að gerast hér á landi. Fylgistap
Samfylkingarinnar skv. síðustu skoðanakönnun er afgerandi.
Enda hefur sósíaldemókratismi aldrei  reynst þjóðinni vel, og
allra síst sem vegvísir inn í framtíðina.
mbl.is Útlit fyrir sigur Íhaldsflokks í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband