Framsókn hefur misst trúverðugleika í Evrópumálum


   Framsóknarflokkurinn hefur misst trúverðugleika í Evrópumálum.
Ályktun miðstjórnarfundar flokksins staðfestir það. Flokkurinn virðist
margklofinn í þessu mesta pólitíska hitamáli lýðveldisins. Hefur gefist
upp við stefnumótunina, og vísar málinu efnislega alfarið frá sér til
þjóðarinnar í óskilgreinda og óljósa þjóðaratkvæðagreiðslu.

  Hámark tvískinnungs þeirra sem talað hafa gegn aðild Íslands að ESB
innan flokksins, var í því fólginn  að krefjast breytingu á stjórnarskránni.
Hvernig í ósköpunum geta menn sagst vera á móti aðild Íslands að ESB
vegna þess mikla afsals á fullveldi  sem slíkri aðild fylgir, en  geta samt
samþykkt breytingu  á  stjórnarskránni  svo  þetta sama  fullveldisafsal
geti orðið að veruleika komi til aðildar að ESB? Og það löngu áður en sam-
ningar fari af stað. Ef þá þeir fara  nokkurn tímann af stað !

  Ljóst er að ESB-andstæðingar innan miðstjórnar Framsóknarflokksins
gáfust  upp með því að vilja ekki einu sinni taka fyrsta slaginn á Alþingi
Íslendinga um að verja stjórnarskrá Íslands  fyrir áformum og ráðabruggi
ESB-sinna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Það voru mikil pólitísk
mistök hjá Framsókn.

  Ljóst er einnig eftir miðstjórnarfund Framsóknarflokksins, að þeir ESB-
andstæðingar sem þann flokk hafa stutt þurfa nú að fara að hugsa sinn
gang. 

  Og það  mjög alvarlega !

  

  .
mbl.is Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartanlega sammála þér, Guðmundur Jónas. Vísa um það til fyrri orðaskipta okkar á síðustu vefgreinum þínum hér á undan. – Með góðri kveðju og þakklæti,

Jón Valur Jensson, 5.5.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Guðmundur og raunar þér líka JVJ.

Sigurður Þórðarson, 5.5.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er alveg rétt mat hjá þér Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það þarf að fara í stjórnarskrárbreytingu óháð ESB umsókn. EES samningurinn útheimtir það.

Gestur Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 01:41

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gestur. Hvenær hefur sú umræða verið í gangi varðandi EES ? RUGL!  Umræðan nú er um stjórnarskrárbreytinguna vegna ESB.
Enda fullveldisskerðingin varðandi ESB meiriháttar! og augljós!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.5.2008 kl. 01:49

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá þér, Guðmundur.

Jón Valur Jensson, 5.5.2008 kl. 11:30

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðin ákvað sína framtíð, fyrst með með sambandslagasáttmálanum og síðan lýðveldistökunni, en nú vilja ýmsir trylla hana til annars í hættulegri tilraunastarfsemi, veðjandi á þann vitlausa hest ESB, sem hrörnar nú hraðar öllum voldugum ríkjum og ríkjasamböndum á næstu áratugum, hvaða aldurssamsetningu áhrærir, að Rússum, Japönum og Kínverjum einum undanskildum.

Jón Valur Jensson, 6.5.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband