Evruhagkerfin ganga í sundur
9.5.2008 | 00:22
Í fréttum Mbl. í gær var sagt frá því að stærstu hagkerfi
evrusvæðisins dansa ekki í takt um þessar mundir, sem
kann að valda miklum höfuðverki ráðamanna Evrópska
seðlabankans. Vitnað er m.a í Financial Times í þessu
sambandi. Í Þýzkalandi hefur hagsvöxtur ekki verið meiri
í sjö mánuði, mest vegna aukinnar framleiðslu og vaxtar
í þjónustugeiranum. Hins vegar hefur vöxtur í Frakklandi
ekki verið minni síðan í ágúst 2003, og enn skarpari sam-
dráttur er á Spáni, fjórða mánuðinn í röð. Á meðan þarf
Evrópski seðlabankinn að reyna að gera öllum til hæfis,
sem er ógjörlegt miðað við hvað efnahagur ríkja á evru-
svæðinu er gjörólíkur.
Þetta er einmitt sem margir fjármálafræðingar vöruðu við
þegar evran var upptekin. Eitt gengi og eitt vaxtastíg gæti
aldrei gengið upp til lengdar, því efnahagskerfi ríkjanna
sem mynda evrusvæðið eru svo ólík. Ekki síst komi til alheims
efnahagskreppu og alþjóðlegra fjármálaóróa. Hinir svört-
sýnustu spáðu að innan ekki svo langs tíma myndi mynt-
bandalagið springa í loft upp.
Því hljóta sllir skynsamir menn að sjá hversu arfavitlaust það
yrði fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp evru. Ekki síst
með tilliti til hversu Ísland er háð útflutningi. Eins og hágengi
evrunar hefur verið að undanförnu væri það að rústa íslenzkum
útflutningi, nákvæmlega sem evran er að gera hjá mörgum evru-
löndum í dag. Við stæðum því í miklu erfiðaðri stöðu í dag með
evru sem gjaldmiðil. - Við blasti bullandi atvinnuleysi og lang-
varandi kreppa.
Eina vitið í dag fyrir Íslendinga er að draga krónuna út af hinum
fljótandi gjaldeyrismarkaði, og hefja myntsamstarf við Norðmenn.
Virtur prófessor hefur bent á þá leið sem mjög raunhæfa. Hún yrði
fljótvirk, og áhrifanna færi strax að gæta í stöðugu gengi, lækk-
andi vöxtum og snarminnkandi verðbólgu, hliðstætt því sem er í
Noregi. Kosturinn við slíkt myntsamstarf er sá að alltaf yrði hægt að
aðlagast breyttu efnahagsumhverfi á íslenzkum forsendum, sem alls
ekki væri hægt ef við tækjum upp erlendan gjaldmiðil. Þá er kostur-
inn við norsku krónuna sá hversu sterkan bakhjall hún hefur með
norska olíusjóðinn, þannig að öll spákupmennska yrði úr sögunni
og þörfin á stórum og rándýrum gjaldeyrisvarasjóði yrði nánast
engin.
Því miður er ekker slíkt á döfunni í dag. Ekkert.! Og allra síst
nokkuð af viti, eins og söngurinn um ESB-aðild og upptaka evru
er besta dæmið um...
Að fara úr öskunni í eldinn !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju dettur þér í hug að Norðmenn vilji mynt samstarf við okkur núna. Staða okkar og krónunnar er nú ekki eftirsóknarvert fyrir Norðmenn að taka að sér. Gæti ruggað gegni Norsku krónunnar. Það var einhver einn stjórnmálamaður í Noregi sem nefndi þennan möguleika en ég held að það þýði ekki að Norðmenn bíði spenntir eftir því að fá okkur í myntbandalag. Og ég skil ekki af hverju þú heldur að það henti okkur að vera í bandalagi við þá sem eru með allt annað efnahagslandslag en við.
Minni á að gengi króknunar var að falla up 30% nú á nokkrum mánuðum. Þá bendi ég líka á að með því að taka krónuna bara allt í einu af markaði og festa gegni hennar veldur því að kaupmáttarrýrnun sem nú hefur verið síðustu vikur festist og þar af leiðandi verða allir kjarasamningar lausir um næstu áramót með tilheyrandi hækkunum sem fara svo út í verðlegið með gamla kerfinu sem gekk útá víxlhækkanir launa og verðlags
Held að það sé nánast engin hagvöxtur hjá okkur núna. Þannig að það er nú sama ófremdar ástandið hjá okkur og Frökkum. En ég heyri ekki neitt um það að frakkar vilji fara úr ESB.
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.5.2008 kl. 01:05
Auðvitað yrði frumkvæðið að koma frá okkur um myntsamstarf við Norðmenn. Númer eitt að láta á þetta reyna, því engu er að tapa í
dag, nema ef krónan verði ÁFRAM látin fljóta fyrir veðri og vindi á
ólgusjó alþjóðlegra peningamarkaðra. Fyrst dollarinn, stærsti miðill
heims flöktir ´nánast eins og krónan þá er ætti enginn að vera
hissa á að hún sem minnsta myntin í heimi á EKKERT erindi á al-
þjóðlegan gjaldeyrismarkað.
Myntsamstarf við Norðmenn væri hægt að koma á innan ársins,
ef pólitiskur vilji yrði fyrir hendi. Aftur á móti tæki það MÖRG ÁR að
taka upp t.d evru. Eigum einfaldlega alls ekki tíma til að bíða svo
lengi.
Prófessor Þórólfur Matthíasson segir að ef af slíku myntsamsatarfi
yrði við Norðmenn myndi það taka til miklu víðtækara sviðs en
myntsamstarfsins. Peningamálakerfið og samstarf á því sviði
yrði líka að koma þar inn í.
Talað er um að eðlileg gengisvísitala í dag sé í kringum 140 stig.
Þar gæti t.d útgangspúnkturinn orðið með tengingu íslenzku
krónunar við þá norsku, með t.d um 5% frávikum í + eða - .
Við þetta skapaðist STRAX stögugleiki í gengismálum, nokkuð sem
ALLIR eru að kalla eftir. Við það ætti verðbólga að snarlækka og
vextir gætu orðið fljóðlega eins og í okkar helstu viðskiptalöndum.
Það sem er kostur við að tengjast svona annari mynt með sér-
samningum við hlutaðeigandi vinveitt ríki, er að ALLTAF er hægt að
ræða gengisforsendur út frá ÍSLENZKUM aðstæðum. Með ERLENDRI
mynt er alls ekki um slíkt að ræða, sbr. evrusvæðið. Þar verða
ALLIR að sitja við sama borð án nokkurs tillits til stöðu efnahags-
mála í viðkomandi ríki.
Það er þvi algjört GLAPRÆÐI og fásinna að Ísland taki upp erlenda
mynt án þess að hafa nokkuð um gengið að segja. Ekki síst hversu
við erum háðir útflutningi og verði á erlendum mörkuðum.
Að taka upp erlenda mynt eins og evru er 100% ávísun á bullandi
atvinnuleysi og KREPPU til frambúðar. Skil alls ekki í þeim sem
þykjast bera hag alþýðunar fyrir brjósti að vilja slíkt.
Fylgist með þróuninni á evrusvæðinu í dag. Hún á eftir að verða
skrautleg ef fram heldur sem horfir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.5.2008 kl. 09:36
Hátt gengi þýðir að framleiðslu greinar tapa en launafólk græðir og getur eytt.
Við höfum eytt gríðarlega. við höfum lifað hátt. á meðan framleiðendur, undirstöðu atvinnugreinarnar hafa verið að niðurgreiða góðærið okkar. núna verðum við að taka á okkur kjaraskerðingu vegna lækkandi gengis til þess að halda vinnu í landinu. meira hátt gengi myndi gera útaf við framleiðslugreinar og allar útflutningsgreinar.
við þurfum lágt gengi í smá tíma til þess að rétta okkur við og byggja upp fyrir næsta góðæri.
Á eftir öldu topp, kemur öldu dalur og síðan ný alda og leikurinn endurtekur sig.
Fannar frá Rifi, 9.5.2008 kl. 19:59
Sæll Guðmundur.
Sammála þér hér eins og oft áður.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.5.2008 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.