Norðmenn harðir á móti ESB-aðild


   Í Aftenposten í dag er birt skoðanakönnun um afstöðu Norðmanna
til ESB-aðildar. Fram kemur að aldrei hafi andstaðan verið meiri og
fer stöðugt  vaxandi. Rúm  60% eru andvíg aðild  Noregs  að ESB, 
en  það sem vekur hvað mesta athygli er hvað andstaðan er mikil 
meðal unga fólksins, sem erfa á Noreg.  Hvorki meira né minna 75%
fólks undir 30 ára er andvigt ESB-aðild. NORSK framtíð er því björt !

  Norðmenn eru skynsöm þjóð, og hafa tvívegis alfarið hafnað aðild
Noregs  að ESB. Skv. þessari skoðanakönnun eru engar líkur á því
að efnt verði til þjóðaratkvæðis um aðild Noregs að ESB á næstunni. 
Þvert á það sem ESB-sinnar hérlendis halda fram.

  Meðan Normenn una sáttir við sitt og eru stoltir af sínu sjálfstæði
og fullveldi, og eru  staðráðnir í að  verja sínar auðlindir til sjós og
lands, fara hérlendis fram furðulergar  umræður um að Ísland eigi
aða sækja um aðild að  ESB, ganga Brussel á vald og taka upp evru.
Allt vegna tímabundinna þrenginga í efnahagsmálum.

  Ljóst er að efnahagur Íslands myndi stórversna og það til fram-
búðar gangi Ísland í ESB og taki upp evru. Til að ná sem skjótustu
tökum á efnahagsvandanum í dag er myntsamstarf við Norðmenn,
og það strax!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband