Allt eins og eitt stórt heimstré !
15.5.2008 | 00:27
Heimurinn er lítill. Ástandið í Mið-austurlöndum veldur ástandi
á Akranesi. Meirihluti fellur, og annar tekur þar við, allt út af
ástandinu í austurlöndum.
Allt þetta vekur ótal spurningar. Enda mál af þessm toga við-
kvæm og vandmeðfarin. - Göfugt er að vilja bjarga heiminum,
en spurning hvort við gerum það með því að horfa ekki líka í
okkar eigin rann, og bæta það sem þar þrafnast bóta. Annað
gæti verið hræsni!
Heimurinn er stór og ólíkur, og mannkyn allt sem hann byggir.
Ólíkir kynþættir, þjóðkyn, menningarheimar, sem mikilvægt er
að njóti virðingar, og fái að blómstra og dafna sem mest og
best í sínum heimkynnum . Þetta er allt eins og eitt stórt
heimstré, þar sem hver grein, stór eða smá, á að fá að blóm-
stra og njóta sín. Veikist ein, á að koma henni til hjálpar. Því
sérhver grein er svo mikilvæg á þessu stóra heimstréi ólíkra
þjóða og menningar. Því allar greinar þessa heimstrés eru
jafnar gagnvart skapara sínum. Eru jafnréttháar hver annari
til lífsins. Annars hefði skaparinn aldrei skapað þennan mikla
fjölbreytileika. Þetta stóra litskrúðuga heimstré !
Alþjóðlegt hjálparstarf í hvaða mynd sem er á því að styrkja
og styðja Á ÞEIM SVÆÐUM sem þörfin er. Eigum að virða þann-
ig fjölbreytileika heimstrésins, og sjá til þess að sérhver grein
þess fái að dafna og blómstra á sínum forsendum.
Á þann hátt hlúum við best að okkar eigin grein. Grein sem
okkar íslenzka tilvera byggist á, og þar með tilvera heimsins...
Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2008 kl. 00:39
Góður að venju.
Mbk,
Magnús Þór Hafsteinsson, 15.5.2008 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.