Loddaralist, ósk um þjóðarvilja án þingvilja
16.5.2008 | 16:58
Þorsteinn Pálsson ritsjóri Fréttablaðsins skrifar afar athyglisverðan
leiðara í blað sitt í dag sem hann kallar Loddaralist. Þar vekur hann
athygli á að öllum verði að vera það ljóst að hugsanleg aðild Íslands
að Evrópusambandinu, ,,verði aldrei til lykta leitt fremur en önnur
stærstu mál þjóðarinnar án þess að Alþingi og ríkisstjórn hafi um það
forystu. Allar tilraunir til þess að koma málinu úr höndum Alþingis
byggja annað hvort á misskilningi um stjórnskipulegt hlutverk þess
eða vilja til að drepa málinu á dreif".
Þorsteinn segir ,,viðskiptaráðherra hafa gengið lengst allra í að af-
vegaleiða umræðuna með yfirlýsingum um að taka verði málið úr hönd-
um stjórnmálaflokkanna. Það þýðir á mæltu máli að því eigi að ýta út
fyrir veggi Alþingis". - Þorstein segir ,, málið stjórnskipulega í lausu
lofti ef hugmyndir að þessu tagi eiga að ráða ríkjum".
Þá segir Þorsteinn ,, að þjóðarvilji án þingvilja loddaraskap". Og
segir að lokum að ,,verði ráð Alþingis að henda umsóknarspurning-
unni í þjóðina án þess að taka sjálft afstöðu væri rétt að kjósendur
fengu samtímis að velja nýja þingmenn sem vita þá hvar standa".
Þetta er hárrétt afstaða hjá Þorsteini Pálssyni og mjög á sama
veg og skoðun dómsmálaráðherra. Fyrst verður Alþingi Íslendinga
að móta stefnuna áður en hlaupið er til handa og fóta við að breyta
stjórnarskránni og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Skýr afstaða
Alþings verður að liggja fyrir í þessu stórmáli áður.
Þeir stjórnmálamenn sem geta ekki tekið hreina og klára afstöðu
í stórmáli þessu eru starfi sínu ekki vaxnir og eiga að leita sér að
annari vinnu. Það sama gildir um stjórnmálaflokkanna. - Þeir flokkar
sem geta ekki myndað sér skoðun á þessu stærsta pólitíska hitamáli
lýðveldisins eru vægast sagt ótrúverðugir, og eiga ekkert erindi við
þjóðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.