Hrokafullt ESB keyrir yfir Dani í hvalamálinu


   Enn eitt dæmið um hversu Evrópusambandið er að þróast í
hrokafullt miðstýrt Sambandsríki Evrópu. Tilskipun frá Brussel:
Öll aðildarríki ESB skulu tala einni röddu gegn hvalveiðum á
ársfundi Alþjóðahvaðveiðiráðsins, sem haldinn verður í Chile
í  júnílok. 

  Danir eru að sjálfsögðu afar óánægðir með þetta, því Brussel-
valdið tekur EKKERT tillit til granna okkar Færeyinga og Græn-
lendinga í þessu máli. Þrátt fyrir áratuga veru Dana í ESB gátu
þeir ENGIN áhrif haft á Brusselvaldið. E N G I N !

  Þetta er afar athyglisvert og gengur ÞVERT Á fullyrðingar ESB-
sinna að með því að Ísland gangi í ESB myndi það hafa svo mikil
áhrif á ákvörðunartöku ESB.  Þetta dæmi sýnir svart á hvítu að
svo er ALLS EKKI, enda hefðum við atkvæðavægi innan samband-
sins LANGT INNAN við 1%.

   Það er sorglegt að vera vitni að því að einhver Íslendingur vilji
að Ísland gerist aðili að hinu hrokafulla miðstýrða ESB með til-
heyrandi fullveldisafsali, ósjálfstæði og efnahagslegri eymd.
mbl.is Danir segja að ESB hafi keyrt yfir þá í hvalamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Eru þetta ekki arftakar þeirra sem börðust hérna á Sturlungaröld fyrir yfirráðum Noregskonungs?

Fannar frá Rifi, 8.6.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Fannar. Hvað á maður að halda ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.6.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það kostar baráttu sem að aldrei endar að halda sjálfstæði og aldrei má sofna á verðinum alltaf úrtölumenn og eiginhagsmunaseggir á ferð

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.6.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: ESB

Með Lisbon sáttmálanum mun ESB öðlast rétt til að gera skuldbindandi samninga við önnur ríki eða stofnanir.  ESB verður lögpersóna og forseti sambandsins skrifar undir samninga fyrir hönd þess.  Einstök aðildarlönd missa neitunarrétt sinn og þurfa að treysta á Evrópuþingið og forseta ESB ef þau vilja koma fram breytingum. 

ESB, 8.6.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Er einhver sem einhverntíma hefur spáð í eftirfarandi spurningu:

Hvernig fer maður að því að kjósa sig til auðæfa annarra?

Þetta er spurning sem allir ættu að spá í.

Meira um þetta seinna, hafið góðann dag

Með bestu kveðjum - úr himnaríki ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 8.6.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: Halla Rut

Við mundum engin áhrif hafa og yrðum þrælar í eigin landi.

Halla Rut , 8.6.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef við göngum í ESB með Lissabon eins og stefnt er að koma á, þá hljóta ESB sinnar og þar fremstir í flokki Samfylkingarmenn og konur að taka undir gamalt bárráttu mál nokkura SUSara, það er að leggja niður embætti forseta Íslands. Það verður jú ekki þörf á að hafa 2 forseta fyrir landið þegar öðrum þeirra (þeim sem mun sitja á Bessastöðum) mun þurfa að lúta þeim er situr í Brussel. það bara hlýtur að vera? nema þeir vilji ekki viðurkenna það sem væri nú ekki neitt nýtt.

Fannar frá Rifi, 9.6.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband