Tvíbend yfirlýsing í kjölfar 17 júní !


    Á alþjóðaráðstefnu utanríkisráðuneytisins og Rannsóknarseturs
smáríkja við Háskóla Íslands í gær, sagði forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, það fagnaðarefni, að í haust séu tvö ár liðin
frá brotthvarfi bandariska hersins frá Íslandi. Í ræðu forseta
kom skýrt fram sú skoðun hans að Ísland ætti að vera herlaust
land.

   Það hlýtur að vera andstætt þjóðlegum metnaði hverrar þjóðar
að hafa  erlendan her í landi sínu a.m.k á friðartímum. Hinn banda-
riski  her  er einn umdeildasti her í heiminum í dag enda sá öflug-
asti. Brotthvarf hans var því eðlilegt. - Hins vegar er það alveg
skýrt að Ísland getur aldrei orðið berskjaldað og varnarlaust ríki,
svo framanlega sem Íslendingum sé annt um fullveldi sitt og sjálf-
stæði. Hvort sem við Íslendingar verjum fullveldið og sjálfstæðið
í samstarfi við herja annara vinveittra ríkja eða í bland við okkar
eigin varnir er hins vegar pólitíksk ákvörðun hverju sinni. - Þjóð-
legur metnaður okkar hlýtur hins vegar að hallast að því síðara,
eins og raunin er meðal allra alvöru sjálfstæðra þjóða.

  Yfirlýsing og fagnaðarefni  forsetans í gær um herlaust Ísland 
var því tvíbent, svo ekki sé meira sagt.

  Íslendingar.  Það er kominn 17 júni!

  Stöndum vörð um fullveldi vort og sjálfstæði!

 Gleðilega þjóðháðtíð !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband