Þjóðleg borgaraleg öfl refsa Sjálfstæðisfloknum
22.6.2008 | 13:54
Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins skv. skoðanakönnun Fréttablaðisins
er refsing þjóðlegra borgaralegra afla við samstarfi Sjálfstæðisflokks-
sins við Samfylkinguna. - Í stað þess að vinna til vinstri með Evrópu-
sinnuðum sósíaldemókrötum átti Sjálfstæðisflokkurinn sem höfuðvígi
borgralegra afla að vinna á mið-hægrikanti íslenzkra stjórnmála, og
á sem flestum stigum stjórnkerfisins. Mynda hér borgaralega sinnaða
pólitíska blokk til frambúðar gegn hinu vinstrisinnaða afturhaldi.
Fylgishraun Sjálfstæðisflokksins sérstaklega úti á landsbyggðinni er
vegna fylgispekt flokksins við úrelt sjávarútvegskerfi og áforma hans
við að rústa hluta landbúnaðarkerfisins með innflutningi hrás kjöts,
en við það myndu þúsundir landsmanna missa atvinnu sína. Sérstak-
lega á landsbyggðinni.
Fylgisaukning Frjálslyndra skýrist að hluta vegna fylgistaps Sjálfstæðis-
flokksins. Flokkurinn ætti að eiga alla möguleika til að eflast á næstu
misserum, ekki síst vegna skýrrar stefnu sinnar í helstu málaflokkum
sem nú er tekist á um. Frjálslyndi flokkurinn fer að verða áhugaverður
fyrir hin þjóðlegu borgaralegu öfl sem kalla á þarfar breytingar í ís-
lenzku samfélagi, til sjávar og sveita.
Fylgi Framsóknarflokksins er algjörlega óásættanlegt, langt frá síðasta
kosningafylgi. Innan flokksins þarf að fara fram algjört pólitíkst uppgjör
í Evrópumálum þar sem hinn litli en hávaðasami ESB-hópi yrði úthýst.
Skoðanalaus flokkur í jafn miklu stórpólitísku hitamáli og aðild Íslands
að Evrópusambandinu, hefur ekkert erindi í íslenzk stjórnmál.
Niðurstaða umræddar skoðanakönnunar flýtir vonandi fyrir að Sjálf-
stæðisflokkurinn hætti að vinna til vinstri með eldheitum ESB-sinnum,
og fari að vinna á borgaralegum forsendum á þjóðlegum grunni eins
og hann var stofnaður til í árdaga...
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kjarri.
Vonandi að þetta óþjóðholla ESB-sinnaða lið sé allt að parraka sig
kringum Samfylkinguna og að það sé skýring á fylgisaukningu hennar í dag. Mjög gott ef þetta þrönksýna afturhaldssama lið sem
vill stórskerða lífskjörin á Íslandi og afmá íslenzkt þjóðfrelsi og
afhenda útlendingum okkar helstu auðlindir, hópi sig saman í einum
flokki sem verður síðan úthýstur úr íslenzkum stjórnmálum af öllum
þjóðhollum og þjóðlegum öflum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.6.2008 kl. 15:35
Og Kjarri. Meira miðstýrt afturhaldskerfi í heiminum í dag er ekki til en sjálft Evrópusambandið, sem minnir mjög á gamla úrelta Sovét-
skipulagið. Enda þegar sérhver þjóð innan sambandsins fær þá sjaldan að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslum um hið gjörspillta og
afturhaldssama ESB-bákn rís hún upp á móti því eins og Írar fyrir
nokkrum dögum. Uppreisn Íra er besti vitnisburður um þetta sjúka
ESB-kerfi, sem smáþjóð eins og Íslendingar HAFA EKKERT INN Í AÐ
GERA!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.6.2008 kl. 15:59
Þakka góðann pistil Guðmundur
Það er nú dálítið erfitt að taka mark á skoðanakönnunum þegar byrinn blæs á móti í dálítinn tíma. Það er allavega ekki hægt að stjórna eftir þeim því þá værum við öll bláfátækir þegnar í Nýja Stóra Sovét.
Það sem er virkilega athyglisvert er þessi trú manna á valdi og mætti ríkisstjórna. Að þær muni og eigi alltaf að geta bjargað fólki frá flestum skakkaföllum, einnig þeim sem eru alþjóðleg. Trúin á ríkið eykst á sama tíma og trúin á eigin mátt minnkar. Svona stækkar Ríkið og kassinn. Þennan hugsunarhátt þarf fyrir alla muni að reyna að sporna við. Fólkið verður að hafa trú á sjálfu sér í gegnum aukið frelsi og eigin ábyrgð. Og frelsið mun alltaf eiga undir högg að sækja í faðmi ESB. ESB er bara reglusett. Það mun gera alla fátækari.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2008 kl. 18:33
9% hjá Framsókn og gamla gengið við völd.... halló....hver vill framlengja fallinn víxil
Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2008 kl. 18:37
Takk fyrir Gunnar.
Jón Ingi, ,,gamla gengið við völd". Áttu þá við vara-formannin og
ESB-sinnan Valgerði Sverrisdóttir? Jú visulega á hún og hennar
fáu stuðningsmenn mesta ábyrgð á fylgishruni Framsóknar. Þegar
Steingrímur Hermannsson og hans þjóðlegi andi styrðu Framsókn
var Framsókn nærst stærsti flokkur þjóðaarinnar með mikil áhrif í
íslenzkum stjórnmálum. Þess vegna þarf flokkurinn að hverfa til
síns þjóðlega uppruna og úthýsa þessu ESB-krataliði úr flokknum.
Þar til verður hann lítill og áhrifalaus smáflokkur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.6.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.