Er Össur að fara á taugum og Samfylkingin í felur ?


   Miðað við allar yfirlýsingar Samfylkingarinnar fyrir kosningar
um stopp á allar stóriðjuframkvæmdir, er ekki nema eðlilegt
að ráðherrar sama flokks fara nú undan  í flæmingi horfandi
upp á byggingu a.m.k tveggja álvera á kjörtímabilinu. Vísir.
is greinir þannig frá að í gær hafi iðnaðarráðherrann meinað
ljósmyndurum myndatöku af undirritun viljayfirlýsingar  um
byggingu álvers á Húsavík. Haft er eftir ljósmyndaranum
Gunnari V Andréssyni þetta ekki skemmtilega uppákomu.
,, Við fengum að mynda þegar þeir voru að koma fram EFTIR
að skrifað var undir. Mér finnst þetta mjög merkilegt og furðu-
leg ákvörðun hjá Össuri sem forðast vanalega ekki kastljós
fjölmiðlana".

  Vísir ræddi við Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmanns Össurar
Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra, sem brást ókvæða við þegar
hann var spurður út í málið.  ,, Hvaða andskotans máli skiptir
einhver undirskrift," sagði Einar Karl hvassyrtur.

  Greinilegt er að Össur líður ekki vel í ljósi orða fyrir kosningar
og í ljósi gerða eftir kosningar.  Sem betur fer hefur Samfylkingin
kokgleypt svokallaða ,, fagra Ísland" sitt sem hún boðaði fyrir
kosningar. Enda viðurkenndi hennar helsti talsmaður og hug-
myndarfræðingur í umhverfismálum  Dofri Hermannsson  það í
þættinum Ísland í dag að hvort tveggja væri andstætt sínum við-
horfum. Gjörsamlega!

  Þótt Samfylkingin hafi nú hringsnúist í stóriðjumálum sem í
þessu tilfelli ber að fagna, er tilraun hennar til ritskoðunar og
áhrifa á fréttaflutning af þeim atburðum alvarleg. Skemmst er
að minnast þegar annar ráðherra Samfylkingarinnar,  Þórunn
Sveinbjarnardóttir, takmarkaði aðgang fjölmiðla að hræi ísbjarn-
ar af þeirri ástæðu að myndir gætu skaðað ímynd landsins.
(Ímynd Samfylkingarinnar?)

  Slæmt þegar verk ráðherra Samfylkingarinnar eru hætt að þola
dagsljósið.  Svona trekk í trekk !

  Að svo mæltu bregður bloggari sér í nokkra daga frí til hinna
vestfirsku Alpa..........   H E I M A  T !!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Innilega sammála Einar. Svíkja þjóðina í bak og fyrir eins og í
Evrópumálunum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.6.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he... stórfyndið Guðmundur, það er náttúrlega erfiðara að tala í hringi þegar verið er við stjórnartaumana....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 02:05

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er auðvelt að vera staðfastur í prinsippunum í stjórnarandstöðu og bera ekki ábyrgð á neinu. Ég er ekki viss um að VG hefði verið neitt öðruvísi ef þeir sætu við stjórnartaumana.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2008 kl. 18:08

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég verð nú að viðurkenna að mér þykir vænt um Samfylkinguna fyrir að hafa svikið þetta allt það er þó einhver von til að við náum okkur upp úr þessum öldudal með auknum umsvifum. Hafðu það gott fríinu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.7.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband