ESB-reyksprengjur viðskiptaráðherra
3.7.2008 | 00:17
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir við
RÚV, að viðskiptaráðherra varpi reyksprengjum, og undrast að
hann efni til ófriðar í stjórnarsamstarfinu með þessum hætti. En
Björgvin G Sigurðsson fór mikinn á Rás 2 í gær, og sagði brýnt
að sækja um aðild að ESB og kasta krónunni sem allra fyrst. Það
Þyldi enga bið lengur. Væri orðið helsta viðfangsefni íslenzkra
stjórnmála í dag sem Sjálfstæðisflokkurinn yrði að fara að taka
afstöðu til.
Enn og aftur er það að koma fram hversu pólitískt slýs það var
hjá Sjálfstæðisflokknum að hleypa jafn óþjóðhollum og handónýt-
um stjórnmálaflokki og Samfylkingunni að landsstjórninni. Sósíal-
demókratismi hefur ÆTÍÐ verið ÍSLENZKU samfélagi til bölvunar.
Ekki er liðið nema ár síðan þessi ófögnuður komst til valda í
ríkisstjórn en að allsherjar kreppa og upplausnarástand blasir við.
Helsta lausn og trú krata á efnahagsvanda Íslendinga er að ganga
í Evrópusambandið og taka upp evru. Hvort tveggja myndi rústa hér
ÍSLENZKU þjóðfélagi og efnahag, auk þess að stórskerða íslenzkt
fullveldi og sjálfstæði og afhenda Brusselvaldinu okkar helstu auð-
lindir.
Á sama tíma sem viðskiptaráðherra hrópar sem aldrei fyrr á hið
Sovétska ESB-,,sæluríki" er ráðherra eins og ÁLFUR ÚT ÚR HÓL.
Virðist EKKERT fylgjast með hvað sé að gerast í Brussell. Virðist
ekki vita að búið er að SKRÚFA FYRIR ALLAR UMSÓKNIR að ESB.
Síðan Írar feldu svokallaðan Lissabonsáttmála fyrir skömmu er
allt stjórnkerfi ESB í upplausn. Forseti Frakklanns segir Evrópu-
menn hafa MISST TRÚNA á ESB. Forseti Póllands neitar að skrifa
undir Lissabonsáttmálann þar sem Írar hafi hafnað honum, enda
er sáttmálinn Póllandsforseta afar ógeðfeldur. Og Horst Köhler,
forseti sjálfs Þýzkalands, stærsta ESB-ríkisins, hefur neitað að
staðfesta sáttmálann fyrr en úrskurður hæðstaréttar landsins
hafi úrskurðar varðandi lagalega þætti tengda sáttmálanum.
Hróp og köll viðskiptaráðherra á ESB og evru gátu því ekki
komið á vitlausari tíma. - Hvorugt stendur lengur til boða í dag.
Honum hefði verið miklu nær að koma með eitthvað bitastætt
og RAUNVERULEGAR tillögur í efnahagsmálum.
Vonandi að sjálfstæðismönnum fari að verða það ljóst að það
er orðið afar brýnt að henda Samfylkingunni út úr ríkisstjórn, og
það til langframa. Flokkur sem vinnur gegn ÍSLENZKUM hags-
munum, fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, HEFUR EKKERT Í RÍKIS-
STJÓRN ÍSLANDS AÐ GERA !
EKKERT !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:38 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil, mæl þú manna heilastur!
Mitt blogg er lokað en gat ekki stilt mig um að gefa komment.
Með kveðju,
Sigríður Laufey Eianarsdóttir
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:48
Sammála Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.7.2008 kl. 01:45
Það er hugsanlega hægt að leysa þetta með því að spyrja ráðherrann hvort hann vilji ekki heldur ganga í Þýskaland, því hann sé nú þegar með í Íslandi sem núna er ein ríksata þjóð Evrópu.
Við inngöngu í Þýskaland mun ráðherrann ná ákveðinni efnahagslegri velmegunar-hjöðnun fyrir hönd allra þegna Íslands. Nema náttúrlega að hann vilji ganga í Bandaríkin sem kanski væri viturlegra því efnahagur þegna Bandaríkjanna er núna 22 árum á undan efnahag allra þegna í ESB.
Ef hann vill þetta ekki þá væri hægt að bjóða honum að ganga í Ísland aftur.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2008 kl. 12:32
Ætli ESB sinnarnir í Samfó séu ekki að kalla á ESB aðild og evru til lausnar vandamálunum sem nú standa fyrir dyrum, vegna þess að þeir eru með öllu óhæfi til þess að takast á við vandamálin sjálfir.
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að taka ákvörðun sem stendur fram að næsta landsfundiflokksins. þar verður spurningin tekinn upp aftur og skoðuð. þangað til þá er stefna sjálfstæðisflokksins svona: Ísland fer ekki inn í ESB eða tekur upp evruna. En Nei er ekkert svar hjá ESB sinnum.
Það þyrfti að fara í her ferð eins og gert var hér um árið: Nei þýðir Nei.
Fannar frá Rifi, 3.7.2008 kl. 12:57
Af hverju segja sjálfstæðismenn ekki við viðskiptaráðherra og Sam-
fylkinguna að það sé frekar hún sem þurfi að breyta um stefnu í
Evrópumálum? Afskipti viðskiptaráðherra af innanflokksmálum í
Sjálfstæðisflokknum eru yfirgengileg. Var ekki gerður stjórnarsáttmáli sem Samfylkingin skrifaði undir m.a í Evrópumálum?
Takk fyrir innlitin gott fólk.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.7.2008 kl. 19:57
Er þetta ekki bara í samræmi við afskipti hans af innanríkismálum í Bretlandi.
Gestur Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 21:52
ætli þetta ráp samfó um sjálfstæðisflokkinn sé ekki einnig hluti af þeirra eigin getuleysi til að takast á við vandamál?
þingmenn tala út og suður
ráðherrar tala út og suður og vita ekkert um það hvað sín ráðaneyta raunverulega gera.
varaformaðurinn er kosinn af 800 manns á 400 manna fundi og enginn tekur mark á honum, síst af öllu formaðurinn sem tekur Össur með sér í mikilvægar viðræður.
síðan er það Formaðurinn. Nóg að gera út í heimi. Ísland getur beðið.
ég ætla nú ekki að segja hérna að sjálfstæðisflokksþingmenn og ráðherrar séu einhverjir englar.
málið er að formennirnir hafa engastjórn, og þá sérstaklega ekki solla. eða þá að hún nenni ekki að spá í þessu sem þingmenn og ráðherrar undir hennir gera og segja, því það of mikið um að vera í kokteilboðunum.
Fannar frá Rifi, 4.7.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.