Utanríkisráðherra! Hvað kom út úr Sýrlandsferðinni?


   Í síðustu víku var utanríkisráðherra á ferðalagi fyrir botni Miðjarðarhafs.
Heimsótti ráherra  m.a Sýrland. Fundaði þar m.a með einræðisherranum
Bashar Al-Assad, forseta landsins, auk Mohammad Naji Ottri forsætisráð-
herra  og Walid Al-Moualem utanríkisráðherra. Skv. heimasíðu utanríkisráð-
herra var  farið yfir stöðu og horfur fyrir botni Miðjarðarhafs. Auk þess var
ástandið í Írak rætt, auk málefni Libanons og Írans.

  Augljóst er að frumkvæðið af för þessari var alfarið utanríkisráðherra.
Því eiga skattgreiðendur á Íslandi fullan rétt á að vita um tilgang slíkrar
ferðar, hverju hún hafi áorkað, og ekki síst um ferðakostnaðinn . Því
svona ferð hlýtur að þurfa mikin undirbúning og vinnu í ráðuneytinu.

  Ekki er langt síðan að ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins var sendur
til Írans, eitt af alræmdustu einræðisríkjum heims, og þar sem kvennrétt-
indi eru m.a fótum troðin. - Aldrei hefur fengist skýring á þeirri heimssókn.

  Hvers konar Mið-Austurlandapólitík er verið að framkvæma í utanríkis-
ráðuneytinu?  Í hvaða þágu er hún byggð á ? Varla íslenzkum hagsmunum,
því tengsl Íslands við þessi heimssvæði eru nánast engin. Og varla er hægt
að búast við betri árangri Íslands til að koma vitinu fyrir hina austurlensku
stríðsherra umfram alla aðra, sem miklu nátengdari eru þessum heimshluta.

  Hver er þá tilgangurinn?  Skyldi það vera enn ein hégómagirnin  og óraun-
sæið hjá utanríkisráðherra ? 

  Er ekkert þarfara að gera fyrir ráðherra og skattfé landsmanna en þetta
nú á síðustu tímum ?

  Ruglið í utanríkisráðherra er með eindæmum !!!!

  Því þarf að linna !  Og það strax !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já ég er ansi hrædd um að það þurfi að fara að koma með svör við slíkum spurningum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.7.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mín vegna mætti  Ingibjörg fara í öryggisráðið og vera þar um nokkra hríð.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband