SUF vanvirðir þjóðsönginn gróflega !!!


   Þjóðsöngur og þjóðfáni eru ein helgustu tákn og gersemar
hverrar þjóðar. Vanvirðing við íslenzka þjóðfánann eða íslenzka
þjóðsönginn getur því bæði varðað sekt eða fangelsi, því allt slíkt
er litið MJÖG alvarlegum augum.

  Stöð tvö greindi frá því í kvöld að á sambandsþingi Sambands
ungra framsóknarmanna (SUF)  í júní hafi þjóðsöngur Íslendinga
verið afskræmdur. Var upptaka af athæfinu sýnd, en hún birtist á
vefsíðunni You Tube, en einnig var hægt að skoða hana á heima-
síðu hjá einum stjórnarmeðlimum SUF, svo nú hefur verið fjarlægð.

  Hér er um MJÖG alvarlegan atburð að ræða. Ekki síst þar sem hér
á í hlut íslenzkur stjórnmálaflokkur. Stjórnmálaflokkur sem lætur
slíkt glæpsamlegt athæfi óátalið að þjóðsöngur Íslendinga sé af-
skræmdur á jafn gróðflegan hátt og  fram kom á Stöð tvö í kvöld
er í alvarlegri stöðu, svo ekki sé meira sagt.

  Það er því krafa þjóðarinnar, að formaður Framsóknarflokksins
komi fram og biðji þjóðina afsökunar á þessu vítaverðu framferði
SUF, jafnframt því sem stjórn SUF verði tafarlaust látin segja  af
sér. Eða er þetta kannski  stjórnmálakynslóðin sem á að taki við
Framsóknarflokknum í framtíðinni?

  Það er ekki bara að innan SUF hafi undanfarin misseri grasserað
allskyns óþjóðlegar hugmyndir ESB-sinna um inngöngu Íslands í
Evrópusambandið með tilheyrandi fullveldisafsali og sjálfstæðis-
skerðingu, heldur er þar nú einnig  farið að vanvirða íslenzka þjóð-
sönginn með gróflegum hætti. - Það hafa þó ESB-sinnaðir ung-kratar
aldrei gert svo vitað sé.

  SUF- vefsíðan bað  undirritaðann um daginn að gerast ,,blogg-
vinur" sinn. Var sú beiðni samþykkt í góðri trú.  Nú hefur þeim
tengli verið eytt í mótmælaskyni.

 
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Fórstu líka fram á að útvarpsstjóri segði af sér þegar Spaugstofan gerði þetta?

Egill Óskarsson, 8.7.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það eru ákveðin lög um þjóðsöngin og þjóðfánan til.Hvort sem manni líkar þau lög eða ekki, þá standa þau. Þessi lög eru mjög skýr og refsiramminn er þungur. Eins og stöð2 greindi frá þá má einungis nota breytta mynd þjóðsöngsins með sérstöku leyfi frá forsætisráðherra.

þannig að í stuttu máli sagt, þá eiga dómarar ekki mikla möguleika til þess að túlka dóm, ef þeir verð ákærðir og málið fer alla leið. 

Fannar frá Rifi, 9.7.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta átti að vera:  Þá eiga dómarar ekki mikla möguleika til þess að túlka lögin og fella dóm.

afsakið. 

Fannar frá Rifi, 9.7.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Egill. Útvarpsstjóri er allt annað en íslenzkur stjórnmálaflokkur.
Takk fyrir þitt innlegg Fannar. Þú skilur málið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.7.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Egill Óskarsson

Þú kallar stjórn SUF til ábyrgðar og vilt að stjórnin þar verði 'látin segja af sér' fyrir að brjóta þessi gríðarlega mikilvægu lög um þjóðsönginn (sem reyndar ganga líklega gegn tjáningar-, mál- og prentfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar). Það liggur þó fyrir að lögbrotið sjálft var ekki framkvæmt af neinum úr stjórn samtakanna.

Spaugstofan gerði grínútgáfu af þjóðsöngnum í vetur og braut þar með þessi sömu lög. Hefði ekki átt að draga einhvern til ábyrgðar þá? 

Það er álíka mikil glóra í því að vilja að stjórn SUF segi af sér og að heimta að Páll segði af sér. 

Egill Óskarsson, 9.7.2008 kl. 02:04

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Egill. Gerir þú engan mun á Spaugstofunni eða stjórnmálaflokki?
Auðvitað átti a.m.k að víta Spaugstofuna fyrir athæfi sitt sem undir-
ritaður gerði ásamt fjölmörgum hér á blögginu á sínum tíma.

En hér er um stjórnmálasamtök að ræða sem láta vanvirða og litils-
virða þjóðsöng Íslendinga sem einn af stjórnarmönnum SUF kemur
sérstaklega á framfæri við þjóð sína (Hilmir Melsted sbr Vísir.is) og
birtir  og hlær svo  af öllu saman og segir þetta djók.

Þú bara fyrirgefur. Kann ekki að meta svona, og allra síst þegar
um stjórnmálasamtök er að ræða, sem  virða eiga lög og reglur,
og að lágmarkskrafa til þeirra sé að virða þjóðfánann og þjóð-
sönginn.

  En þetta er kannski tímanna tákn hvað sé að gerast í Fram-
sóknarflokknum, enda fylgi þjóðarinnar við hann í samræmi við
það.

  Hafi SUF skömm fyrir, stjórn þess axli ábyrgð og segi af sér!
Meiri óþjóðlegan ósóma er varla hægt að hugsa sér að vanvirða
þjóðsönginn eða þjóðfánann, og það af stjórnmálasamtökum
á borð við SUF.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.7.2008 kl. 09:18

7 identicon

Ég vil benda á að lög eru sett sem banna ýmislegt vegna þess að það er rangt. Þessu er ekki öfugt farið, þ.e. það er ekki rangt að stela vegna þess að lögin banna það, lögin banna það vegna þess að það er rangt. Síðan gerist það þegar árin líða að gildismat og siðferði þroskast, ýmislegt sem áður var bannað er leyft og annað sem ekki var agnúast út í (s.s. kynþáttahatur) er bannað. Þegar þetta gerist verður til n.k. millibils ástand sem lýsir sér í því að gömul lög eru enn í gildi en engum dettur í hug að fara eftir þeim eða taka þau alvarlega, stundum fá svoleiðis lög að standa áfram. Dæmi um slík lög á Íslandi eru t.d. lög um guðlast, fánann og þjóðsönginn.

Daníel (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:31

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

Lög eru sett til að standa. Þá okkur mislíki þau þá verðum við að fara eftir þeim. Ef við förum ekki eftir þeim þá erum við lögbrjótar.

Hvort okkur líkar þau eða ekki, er allt annað mál. Ef einhverjum líkar, t.d. ekki þessi tilteknu lög sem hér er rætt um, þá eiga viðkomandi að beita sér fyrir breytingu á þeim lögum. Þangað til á að fylgja þeim. 

Nú keyra margir of hratt. Á þá lögreglan að hætta að sekta fólk, því þessi lög eru ekki virt af meiri hluta almennings? 

Persónulega hefði ég viljað annan þjóðsöng en þann sem við höfum (hef aldrei getað lært nema 1 erindið) en málið snýst bara ekki um það. Málið snýst ekki um það hvað álit við höfum á hinu eða þessu. Málið snýst um að refsilög voru brotinn. 

Fannar frá Rifi, 9.7.2008 kl. 11:44

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Daniel. Ef stjórnmálasamtök fara EKKI að lögum og reglum og
brjóta þau lög og reglugerðir sem sérhverri þjóð eru heilagast,
s.s þjóðfánalög og lög um þjóðsönginn, þá er eitthvað meiriháttar
brenglað og skrítið hjá slíkum stjórnmálasamtökum. Enda virðist
eitthvað meiriháttar óþjóðlegt rugl-lið hafa yfirtekið SUF í dag.
 Sem er jú að stórskaða Framsóknarflokkinn í dag, og
er þá ekki viðbætandi.

Í mínum huga. Þau stjórnmálasamtök á Íslandi sem lítilsvirða
þjóðfána og þjóðsöng Íslendinga eiga að úthýsast úr íslenzkum
stjórnmálum. Svo einfalt er það. Framferði manna á SUF-þinginu
eru því  HNEYKSLI!!!  Hefði ALDREI trúað að slíkt gæti gerst innan
Framsóknarflokksins. Og því síður að það yrði líðið! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.7.2008 kl. 13:05

10 identicon

Þetta er nú frekar ómerkilegt mál. Ég held að flestum sé alveg sama um svona athæfi, nema kannski torfkofa köllum eins og þér Guðmundur :)

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 21:51

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eða afdala-rugluköllum eins og þér Halldór sem veist ekki einu sinni
í hvaða heimi þú ert!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.7.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband