Upptaka evru án ESB-aðildar út í hött !
14.7.2008 | 16:48
Sendiherra ESB við Ísland og yfirmaður fastanefndar ESB gagvart
Íslandi segist hissa á ummælum Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra um upptöku evru án ESB-aðildar. Margsinnis hafi komið fram
að þetta sé óhugsandi. Sjálfur forseti framkvæmdastjórnar ESB,
José Manuel Barosu hafi gert Geir H Harrde forsætisráðherra
þetta ljóst á fundi þeirra fyrir nokkru. Kemur þetta fram á Mbl.is
Hversu lengi ætla íslenzkir stjórnmálamenn að misskilja þetta?
Hversu margar yfirlýsingar frá helstu toppunum í Brussel þurfa
svo að ráðamenn sumir hverjir hér skilji þetta?
Þess utan er fráleitt að taka upp erlenda mynt sem við höfum
ENGIN áhrif á og verður algjörlega úr takt við íslenzkt efnahags-
umhverfi. - Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að gang-
ast undi erlenda mynt með gengi og vaxtastigi án NEINNA tengsla
við íslenzkt viðskiptaumhverfi og efnahag? Hvaða glóra er í því?
Mun meira vit yrði að fara í myntsamstarf við t.d Norðmenn eins
og fræðimenn hafa bent á og hér hefur verið rætt.
Vonandi að þetta evru-rugls kjaftæði verði hér með úr sögunni!
Upptaka evru án ESB aðildar er ekki fyrir hendi. Og ÞVÍ SÍÐUR
aðild Íslands að ESB, sem myndi hafa skelfilegar afleðingar fyrir
land og þjóð!
Upptaka evru ekki möguleg án ESB-aðildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.