Utanríkisráðherra ! Hvers konar NATO-gjafmildi er þetta eiginlega ?


   Hvað gengur utanríkisráðherra eiginlega til? Gefandi NATO lengstu
flugbrautina á Keflavíkurflugvelli, ljósleiðarakerfi, og á  annað hundrað
mannvirki á landinu, þegar fram kemur   hjá mannvirkjasjóði NATO, að
bandalagið sem slíkt geti ekki átt nein óhreyfanleg mannvirki í einstöku
bandalagsríkjum. En á Visir.is kemur fram að þegar Varnarmálastofnun
tók til starfa, hafi utanríkisrtáðuneytið birt auglýsingu yfir þessi mannvirki
sem stofnunin bæri ábyrgð á EN VÆRU Í EIGU NATO.

  Hvers konar rugl er þetta ?  Að eigna NATO heilu mannvirkin sem það
ekki á og vill ekki eiga. Hvernig er slík eignaupptaka á íslenzkri ríkis-
eign möguleg og það til erlends aðila? 

  Er nokkuð að  furða að utanríkisráðherra sem þannig stendur að málum
skuli EKKERT sjá athugavert við það að hinn framseljanlegi kvóti á Ís-
landsmiðum fari sjálfkrafa á uppboðsmarkað innan ESB takist ráðherra að
koma Íslandi þangað inn ? Og þá til eignar  útlendingum!

  Íslenzk hagsmunagæsla virðist ekki finnast í orðabók utanríkisráðu-
neytisins um þessar mundir.  Ekki einu sinni hagsmunagæsla yfir
eigur sjálfs ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var jú önnur stofnun sem heyrir undir utanríkisráðuneytið sem leiðrétti þetta. Held varla að Ingibjörg perónulega geri svona lista. Held að þarna sé verið að gera mikil læti út af engu. En það er með afbrigðum hvað þér er illa við Ingibjörgu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.7.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvaða stofnun var það Magnús?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.7.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband